Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 53
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 537 B A R N A L Æ K N I N G A R Í læknanáminu fannst mér flest áhuga­ vert sem ég var að fást við á hverjum tíma í verknámi. Þá var ég ekkert að velta fyrir mér af alvöru hvaða sérgrein ég myndi velja. Nokkrar sérgreinar skildu meira eftir sig en aðrar og margir sérfræðingar voru góðar fyrirmyndir sem maður leit mjög upp til. Stærsta fyr­ irmynd mín hefur þó alltaf verið faðir minn heitinn, Pálmi Frímannsson, sem var heilsugæslulæknir í Stykkishólmi. Hann hafði mikinn áhuga á forvörnum og lýðheilsu og var góð fyrirmynd hvað varðar heilbrigt líferni og umhyggju fyr­ ir öðrum. Á kandídatsári hafði ég samband við yfirlækni á barnadeild því mig langaði til að vinna þar sem deildarlæknir. Þetta reyndist örlagarík ákvörðun því það hvarflaði aldrei neitt annað að mér eftir þetta en að verða barnalæknir. Andinn á barnadeildinni var góður og þar voru margir frábærir sérfræðingar sem gerðu þennan tíma ógleymanlegan. Það sem heillaði mig við barnalækningar voru auðvitað samskiptin við börnin og fjölskyldur þeirra en einnig áhugi minn á næringu, þroska og velferð barna almennt. Ég hugleiddi ekki sérstaklega að það gæti verið erfitt að vinna með mikið veik börn en hef áttað mig mun betur á því í seinni tíð. Örlögin höfðu gripið í taumana án þess að ég áttaði mig almennilega á því. Hörður Bergsteinsson nýburalæknir kom að máli við mig og hvatti mig til að sækja um sérnám í barnalækning­ um við University of Connecticut þar sem margir íslenskir barnalæknar hafa stundað nám. Hörður hélt góðu sam­ Jóhanna Guðrún Pálmadóttir barnalæknir, sérfræðingur í næringar- og meltingarsjúkdómum barna Starf barnalæknis er fjölbreytt og gefandi bandi við prógrammstjórann þar úti og gaf meðmæli sem tekið var mark á. Mað­ urinn minn, sem er Íslendingur en fædd­ ur í Bandaríkjunum, vildi fara þangað aftur. Það lá því beinast við að við fær­ um þangað og ég hef aldrei séð eftir því. Árin í Hartford í Connecticut urðu sjö talsins, þar sem ég varð svo fyrsti sér­ námslæknir þeirra í nýju prógrammi í næringar­ og meltingarsjúkdómum barna. Við ákváðum að vera lengur í Banda­ ríkjunum eftir að náminu lauk en ég var með grænt kort og gat því unnið hvar sem var. Maðurinn minn er verk­ fræðingur og gat unnið allan tímann sem við vorum úti og var einnig í MBA­ ­námi. Það breytti miklu fyrir aðstæður okkar sem fjölskyldu þarna úti. Ég réði mig til starfa við Medical University of South Carolina í Charleston, yndislegri borg á suð­ austurströndinni. Við vorum þar í fimm ár, svo árin úti urðu samtals 12. Það var ómetanleg reynsla að stíga fyrstu skrefin sem sérfræðing­ ur með góða kollega sér við hlið og öðlast enn meiri reynslu. Fyrir mig sem meltingarlækni var einnig mikilvægt að framkvæma margar speglanir og öðlast færni sem auðvelt var að viðhalda. Ég held að ég hafi alltaf vitað innst inni að ég kæmi til baka til Íslands. Sú ákvörðun kom smám saman þegar maður fór að velta fyrir sér framtíð fjöl­ skyldunnar. Við gefum svo mikið af okkur í þessari vinnu og ég fann að mig langaði að sinna starfinu mínu á Íslandi. Ég var svo lánsöm að fá fullt starf á Barnaspítala Hringsins árið 2019 en það sem breyttist við heimkomuna var að ég fór að sinna almennum barnalækn­ ingum aftur samhliða undirsérgrein­ inni. Það var viss áskorun en ég er farin að kunna að meta þann hluta starfsins betur með hverju árinu þó vissulega taki það tíma frá undirsérgreininni. Þar eru verkefnin óþrjótandi. Mér finnst frábært að vinna náið með öllum sérgreinalæknunum og í teymisvinnu með fagfólki úr öðrum starfsgreinum. Við erum dálítið út af fyrir okkur á Barnaspítalanum og þekkjumst öll vel. Ég á svo annan skemmti­ legan starfsvettvang á speglunardeild Landspítala sem gerir þetta enn fjölbreytt­ ara. Við vinnum einnig náið með svæf­ inga­ og gjörgæslulæknunum og svo nýt ég góðs af því að eiga góða kollega í meltingarlækningum fullorðinna sem eru ávallt tilbúnir að aðstoða okkur og gefa góð ráð. Ef ég fengi að velja mér hugðarefni til þess að fást við meðfram annarri vinnu eða á nýjum starfsvett­ vangi seinna á starfsævinni hefði ég áhuga á að vinna meira með forvarnir, næringu barna og velferð þeirra al­ mennt. Mér finnst frábært að vinna náið með öllum sérgreinalæknunum og í teymisvinnu með fagfólki úr öðrum starfsgreinum. Við erum dálítið út af fyrir okkur á Barnaspítalanum og þekkjumst öll vel. S É R G R E I N I N M Í N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.