Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 495 Ragnar P. Ólafsson1 sálfræðingur Karól Kvaran1 BS í sálfræði Kristín Ketilsdóttir1 BS í sálfræði Kolbrún Hallgrímsdóttir1 BS í sálfræði Emil L. Sigurðsson2,3 heimilislæknir Engilbert Sigurðsson2,4 geðlæknir 1Sálfræðideild Háskóla Íslands, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, 4Geðþjónustu Landspítala. Fyrirspurnum svarar Ragnar P. Ólafsson, ragnarpo@hi.is Greinin barst til blaðsins 7. september 2023, samþykkt til birtingar 24. október 2023. Á G R I P INNGANGUR Áhugi á notkun hugvíkkandi efna, oft ofskynjunarefna, hefur aukist á undanförnum árum samhliða fréttum af mögulegum meðferðarávinningi þeirra. Ekkert er þó vitað um þekkingu og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til efnanna hér á landi. Vefkönnun var því framkvæmd í fagfélögum geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þátttakendur voru alls 256, 177 sálfræðingar, 38 geðlæknar og 41 heimilislæknir, sem svöruðu spurningu,m meðal annars um bakgrunn, starfsreynslu, þekkingu á og viðhorf til mismunandi tegunda hugvíkkandi efna svo og um skoðanir sínar á heppilegu fyrirkomulagi meðferðar ef efnin hlytu markaðsleyfi og yrðu notuð í meðferð. NIÐURSTÖÐUR Helmingur geðlækna hafði fengið spurningar um meðferð með hugvíkkandi efnum nokkrum sinnum eða af og til í sínu starfi, en 14,6% heimilislækna og 17,5% sálfræðinga. Meirihluti svarenda taldi sig hafa litla eða enga þekkingu á efnunum sem spurt var um. Viðhorf meirihluta svarenda til notkunar psilocybíns eða hugvíkkandi sveppa í meðferð var neikvætt en meirihluti var fylgjandi áframhaldandi vísindarannsóknum. Flestir töldu að geðlæknar ættu að ávísa slíkri meðferð, vera viðstaddir hana og að meðferðin færi fram á sérstökum meðferðarstofum eða deildum sjúkrahúsa. Lestur fræðigreina, samræður við samstarfsfélaga og umræður í fjölmiðlum höfðu helst mótað afstöðu til efnanna og var áhugi á frekari fræðslu um þau talsverður. ÁLYKTUN Notkun hugvíkkandi ofskynjunarefna í meðferð geðsjúkdóma er enn ekki tímabær að mati þessara stétta, en efla þarf fræðslu heilbrigðisstarfsfólks um eðli og afleiðingar notkunar þeirra í ljósi aukins áhuga á efnunum hér á landi. Hugvíkkandi efni og meðhöndlun geðraskana á Íslandi: Þekking og viðhorf geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga Inngangur Áhugi á notkun hugvíkkandi efna (psychedelics), oft ofskynj­ unarefna, í meðferð geðraskana hefur aukist á undanförnum árum. Rannsóknir á áhrifum efnanna eiga sér langa sögu.1 Aukinn áhuga nú má líklega rekja til nýrra rannsókna á skynhrifum og tilfinningum í kjölfar inntöku psilocybíns og 3,4­methylenedioxy­methamphetamine (MDMA), eða ecstacy, einkum rannsókna á áhrifum þessara efna á einkenni þung­ lyndis og áfallastreituröskunar.2­4 Rannsóknir hafa einnig verið gerðar á öðrum efnum í þessum flokki eða tengdum efnum, svo sem lysergic acid diethylamide, eða LSD, dimethyltryptamine (DMT), ayahuasca, 3,4,5-trimethoxyphenethylamine, eða meska­ líni, og ketamíni.5 Þessi efni bindast flest 5­HT2A­serótónín­ viðtökum í heila eftir inntöku og valda oft, í mismiklum mæli þó, auknum skynhrifum, ofskynjunum, misskynjunum, sterkum tilfinningaviðbrögðum og breyttu hugar­ og vit­ undarástandi sem getur tekið um fjórar til átta klukkustundir alvogen.is DEXÓL FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN TIL MEÐFERÐAR VIÐ ÞURRUM OG ERTANDI HÓSTA Dexól 3 mg/ml, mixtúra, 160 ml. Virkt efni: Dextrómetorfan HBr einhýdrat. Ábending: Dexól er ætlað til meðferðar við einkennum á ertandi og þurrum hósta án uppgangs. Nauðsynlegar upp- lýsingar fyrir notkun: Ekki má nota Dexól samhliða MAO hemlandi þunglyndislyfjum eða í 14 daga eftir að meðferð þeirra lýkur, ef um alvarlega öndunar- færakvilla er að ræða eða samhliða brjóstagjöf. Meðferð skal standa yfir í eins stuttan tíma og mögulegt er. Lyfið getur verið ávanabindandi. Ef hóstinn varir enn eftir 4 til 5 daga skal hafa samband við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is DEX.L.A.2022.0001.01 SAFT INNIHELDUR DEXTRÓMETORFAN MÁ NOTA FRÁ 6 ÁRA ALDRI HÓSTASTILLANDI A4/MOTTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.