Læknablaðið - 01.11.2023, Qupperneq 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 495
Ragnar P. Ólafsson1 sálfræðingur
Karól Kvaran1 BS í sálfræði
Kristín Ketilsdóttir1 BS í sálfræði
Kolbrún Hallgrímsdóttir1 BS í sálfræði
Emil L. Sigurðsson2,3 heimilislæknir
Engilbert Sigurðsson2,4 geðlæknir
1Sálfræðideild Háskóla Íslands, 2læknadeild Háskóla Íslands,
3Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, 4Geðþjónustu Landspítala.
Fyrirspurnum svarar Ragnar P. Ólafsson, ragnarpo@hi.is
Greinin barst til blaðsins 7. september 2023,
samþykkt til birtingar 24. október 2023.
Á G R I P
INNGANGUR
Áhugi á notkun hugvíkkandi efna, oft ofskynjunarefna, hefur
aukist á undanförnum árum samhliða fréttum af mögulegum
meðferðarávinningi þeirra. Ekkert er þó vitað um þekkingu og viðhorf
heilbrigðisstarfsfólks til efnanna hér á landi. Vefkönnun var því
framkvæmd í fagfélögum geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Þátttakendur voru alls 256, 177 sálfræðingar, 38 geðlæknar og
41 heimilislæknir, sem svöruðu spurningu,m meðal annars um
bakgrunn, starfsreynslu, þekkingu á og viðhorf til mismunandi tegunda
hugvíkkandi efna svo og um skoðanir sínar á heppilegu fyrirkomulagi
meðferðar ef efnin hlytu markaðsleyfi og yrðu notuð í meðferð.
NIÐURSTÖÐUR
Helmingur geðlækna hafði fengið spurningar um meðferð með
hugvíkkandi efnum nokkrum sinnum eða af og til í sínu starfi, en
14,6% heimilislækna og 17,5% sálfræðinga. Meirihluti svarenda taldi
sig hafa litla eða enga þekkingu á efnunum sem spurt var um. Viðhorf
meirihluta svarenda til notkunar psilocybíns eða hugvíkkandi sveppa
í meðferð var neikvætt en meirihluti var fylgjandi áframhaldandi
vísindarannsóknum. Flestir töldu að geðlæknar ættu að ávísa slíkri
meðferð, vera viðstaddir hana og að meðferðin færi fram á sérstökum
meðferðarstofum eða deildum sjúkrahúsa. Lestur fræðigreina,
samræður við samstarfsfélaga og umræður í fjölmiðlum höfðu helst
mótað afstöðu til efnanna og var áhugi á frekari fræðslu um þau
talsverður.
ÁLYKTUN
Notkun hugvíkkandi ofskynjunarefna í meðferð geðsjúkdóma er
enn ekki tímabær að mati þessara stétta, en efla þarf fræðslu
heilbrigðisstarfsfólks um eðli og afleiðingar notkunar þeirra í ljósi
aukins áhuga á efnunum hér á landi.
Hugvíkkandi efni og meðhöndlun geðraskana á Íslandi:
Þekking og viðhorf geðlækna,
heimilislækna og sálfræðinga
Inngangur
Áhugi á notkun hugvíkkandi efna (psychedelics), oft ofskynj
unarefna, í meðferð geðraskana hefur aukist á undanförnum
árum. Rannsóknir á áhrifum efnanna eiga sér langa sögu.1
Aukinn áhuga nú má líklega rekja til nýrra rannsókna á
skynhrifum og tilfinningum í kjölfar inntöku psilocybíns og
3,4methylenedioxymethamphetamine (MDMA), eða ecstacy,
einkum rannsókna á áhrifum þessara efna á einkenni þung
lyndis og áfallastreituröskunar.24 Rannsóknir hafa einnig verið
gerðar á öðrum efnum í þessum flokki eða tengdum efnum,
svo sem lysergic acid diethylamide, eða LSD, dimethyltryptamine
(DMT), ayahuasca, 3,4,5-trimethoxyphenethylamine, eða meska
líni, og ketamíni.5 Þessi efni bindast flest 5HT2Aserótónín
viðtökum í heila eftir inntöku og valda oft, í mismiklum
mæli þó, auknum skynhrifum, ofskynjunum, misskynjunum,
sterkum tilfinningaviðbrögðum og breyttu hugar og vit
undarástandi sem getur tekið um fjórar til átta klukkustundir
alvogen.is
DEXÓL
FÆST ÁN LYFSEÐILS Í NÆSTA APÓTEKI | LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN
TIL MEÐFERÐAR VIÐ ÞURRUM OG ERTANDI HÓSTA
Dexól 3 mg/ml, mixtúra, 160 ml. Virkt efni:
Dextrómetorfan HBr einhýdrat. Ábending: Dexól er
ætlað til meðferðar við einkennum á ertandi og
þurrum hósta án uppgangs. Nauðsynlegar upp-
lýsingar fyrir notkun: Ekki má nota Dexól samhliða
MAO hemlandi þunglyndislyfjum eða í 14 daga eftir
að meðferð þeirra lýkur, ef um alvarlega öndunar-
færakvilla er að ræða eða samhliða brjóstagjöf.
Meðferð skal standa yfir í eins stuttan tíma og
mögulegt er. Lyfið getur verið ávanabindandi. Ef
hóstinn varir enn eftir 4 til 5 daga skal hafa samband
við lækni.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum
um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is
DEX.L.A.2022.0001.01
SAFT INNIHELDUR DEXTRÓMETORFAN MÁ NOTA FRÁ 6 ÁRA ALDRI HÓSTASTILLANDI
A4/MOTTA