Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Qupperneq 16
16 | Sjómannablaðið Víkingur
og annað það sem gæti komið
sér vel fyrir skipbrotsmennina.
Skipborðsmennirnir voru
síðan fluttir í lendinguna á
Fagradal þar sem þeirra beið
hjúkrun heimafólks og
aðhlynning.
Svo illa var fyrir skipbrots-
mönnum komið að fæstir
gátu gengið óstuddir úr fjöru
og einn þeirra dó 3 til 4
dögum eftir að í húsaskjól var
komið.
Það er af Jensen skipstjóra
Kong Trygve að segja að hann
náði inn á Borgarfjörð seinni
hluta laugardags.
Ekkert símasamband var frá
Borgarfirði en beinast lá við
að skipstjórinn sendi strax
skilaboð landleiðina til
Seyðisfjarðar til að fá skip þar
til að svipast um eftir hinum
bátunum.
Færeyska skipið Prosperous,
sem lá á Seyðisfirði, hefði
óðara farið til leita að
bátunum ef svona hefði verið
að málum staðið.
Í stað þessa þá beið skipstjóri
Jensen rúman sólarhring með
að senda skilaboð frá
Borgarfirði eða fram á seinni
hluta sunnudags.
Tvö önnur skip voru einnig
stödd á Seyðisfirði og fór
annað þeirra fyrri part
mánudags til Borgarfjarðar og
flutti Jensen skipstjóra til
Seyðisfjarðar en hitt skipið
fór hvergi þar sem Jensen
skipstjóri taldi tilgangslaust
að leita bátanna sem tíndir
voru.
SÝSLUMAÐUR
TEKUR AF SKARIÐ
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
gerði sig ekki ánægðan með
afstöðu Jensens skipstjóra
varðandi leit að bátunum sem
yfirgáfu Kong Trygve á sama
tíma og hann.
Hann hringdi því í ráðuneyti í
Reykjavík sem óðar gaf
skipun til varðskipsins
Islands Falk að hefja leit
þegar í stað. Einnig fékk
norskur bátur að nafni Lina
samskonar fyrirmæli.
Sá hængur var þó á að Islands
Falk var staðsett úti fyrir
Vestfjörðum en þegar Lína
fékk boðin þá voru
skipbrotsmennirnir komnir
til Vopnafjarðar frá Fagradal.
Lína sem stödd var á
Vopnafirði þegar leitarbeiðnin
barst tók skipbrotsmennina
um borð og sigldi síðan út til
að svipast um eftir þriðja
bátnum sem ekki fannst.
Skipbrotsmönnum skilaði
Lína síðan á land á Seyðisfirði.
SJÓRÉTTUR
Sjóréttur var haldinn varðandi
framan skráðan atburð. Þar
kom fram að Jensen skipstjóri
var fyrstur til að yfirgefa
skipið á undan áhöfn og
farþegum. Hann gerði ekkert í
því að leita þeirra tveggja báta
sem börðust um á hafinu með
áhafnarmeðlimi og farþega.
Allt benti til þess að það eina
sem braust um í huga hans
var að koma sjálfum sér heim
sem fyrst.
Ábyrgðarleysi skipstjórans var
í réttinum dregið fram í
dagsljósið og flestum þótti
augljóst að hann hlyti þungan
dóm. Svo fór þó ekki því þrátt
fyrir vottaða frásögn Christian
Evensen af atburðinum slapp
skipstjórinn við dóm fyrir
hegðun sína. Með öðrum
orðun þá var hann leystur
undan allri ábyrgð.
CHRISTIAN EVENSEN
Christian var giftur konu að
nafni Amy Black. Þau bjuggu í
Hull og varð þeim sex barna
auðið. Í Hull rak Christian
stóran flota af línubátum og
togurum sem hann annað
tveggja átti sjálfur eða rak í
umboði Black & Co í Hull.
Skip þessi flest skráði hann í
Þórshöfn í Færeyjum og kom
Þórshöfn þannig á kortið í
norðurhöfum.
Nokkur þessara skipa stund-
uðu síldveiðar við Ísland og
átti Christian meðal annars
tvær söltunarstöðvar í Eyja-
firði.
Christian varð ekki gamall
maður því að hann lést um
1920 þá aðeins 48 ára að
aldri.
Kong Trygve var stálskip, smíðað 1890 gagngert til að flytja farþega og vörur á
milli Osló og Hamborgar. Mynd: Norsk Maritimt Museum, Anders Beer Wilse
Collection
HANNES HANSSON var háseti á Kong Trygve. Árni Óla
ræddi við hann um slysið. Hannes sagði meðal annars:
„Jeg átti hvíldartíma þá um daginn og kom ekki á þiljur
fyr en kl. 7 um kvöldið. Skipið lá þá á hliðinni, en svo var
veðrið mikið, að sjórinn rauk yfir það eins og aska.
Haföldurnar hentu því milli sín eins og fisi. Jeg fékk þann
starfa að halda vörð á hljeborða og gæta þess, hvort skipið
ætlaði að kastast á jaka. [...]
Klukkan 3 um nóttina hentist skipið á jaka og brakaði svo
í því öllu eins og það væri að molast sundur. Og svo var
hnykkurinn mikill, að það lá við að jeg hentist fram úr
rúminu. Í sama bili er kallað niður í hásetaklefann:
– Allir menn á þiljur! [...]
Klukkan 6 á föstudagsmorgun skipaði Evensen að losa
bátana og skjóta þeim út.
– Hvað dugar það? veinaði skipstjóri og sló höndum í
örvæntingu.
– Jeg get ekki verið hjer lengur, sagði Evensen aðeins og
skipaði aftur að setja bátana á flot. Gekk það sæmilega.“
Lesbók Morgunblaðsins
29. júlí 1934