Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Page 46
„Hverfisteinninn sker ekkert sjálfur en hann skerpir samt knífana,“ sagði Sókrates. Kannski gegnir svipuðu um þær ábendingar sem hér fara á eftir, þær eru ekki annað en staðhæfingar um það sem er æskilegt í mannheimum en líka óæskilegt. Og eru ekki annað en dauður bókstafur uns eitthvað lifnar í sálar- afkima lesandans. Hugboð um orsök og afleiðingar. „Æ koma mein eftir munað.“ Sólarljóð. * „Sjaldan verður svo leiður til að ljúga að ekki verði ljúfur til að trúa.“ Óþekktur. * „Sá gorkúlugróður á engan tilverurétt.“ Matthías Jochumsson um hroka oflátungsins. * „Atorkan þarf ekki óskastundar.“ Sveinn Þórarinsson, faðir hinna þekktu bræðra Nonna og Manna. * „Í sálarþroska svanna/býr sigur kynslóðanna.“ Matthías Jochumsson. * „Vondra last ei veldur smán, en vondra lof er heiðurs rán.“ Séra Jón Þorláksson á Bægisá. * „Enginn danskur maður hafði nokkru sinni komist svo í vinfengi við frú Ingibjörgu, að honum væri boðið „upp á harðan fisk“.“ Indriði Einarsson um Ingibjörgu Einarsdóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar forseta. * „Ég er viss um, að þetta er hulið fyrir okkur vegna þess, að ef menn vissu það, hve gott er að vera hinu megin, þá mundu allir fyrirfara sér til að komast þangað.“ Halldóra Þorsteinsdóttir, eiginkona Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. * „Klerkar eru leiguliðar auðvaldsins undir yfirskini falskra trúarbragða.“ Þórbergur Þórðarson. * „Nei, nei, góði, við fórum ævinlega úr sokkunum.“ „Halló, Jesús guðsonur - Ósmann hefur þreifað á þykkildinu fyrr.“ Jón Ósmann, þegar hann setti þriflega frú í ferjuna.Ferjumaðurinn horfir yfir Vesturós Héraðsvatna. Hver mælti og tilefnið

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.