Veiðimaðurinn - 2024, Side 97

Veiðimaðurinn - 2024, Side 97
skrifstofa SVFR hefur verið um langt skeið. Vegna breytinga á starfseminni í Dalnum sagði Orkuveitan upp leigusamningi við SVFR, en félagið hafði undir það síðasta verið með aðstöðu í risi gamla stöðvar- stjórahússins. Sú aðstaða var óhentug fyrir margra hluta sakir, bæði fyrir starfs- menn og félagsmenn, og gat því aldrei orðið varanleg. Stjórn ákvað því að festa kaup á skrif- stofuhúsnæði að Suðurlandsbraut 54 í Reykjavík undir starfsemina. SVFR er því orðið eigandi fasteignar í fyrsta sinn síðan félagið seldi húsnæði sitt á Háa- leitisbraut árið 2012, þegar nauðsynleg endurskipulagning á rekstrinum stóð yfir. Nýja skrifstofan er þegar komin í notkun og lofar sannarlega góðu. Félagslíf Að venju var félagsstarf SVFR öflugt á liðnu starfsári. Árnefndir stóðu í ströngu við viðhald og lagfæringar á ársvæðum, en árnefndarstarfið er eitt af aðalsmerkjum SVFR. Viðburðanefndin hélt sínu striki, þar sem silungsveiðikvöld í febrúar og lax- veiðikvöld í mars heppnuðust sérstaklega vel. Um 130 manns mættu á hvort kvöldið, eða álíka margir og mættu á uppskeru- hátíð SVFR í október. Viðburðir á vegum fræðslunefndar voru fjölmargir, þar sem barna- og ungmenna- dagar stóðu hæst. Alls tóku 64 börn þátt í þeim sumarið 2023 og upplifðu ævintýri á bökkum Elliðaánna. Veiði var misjöfn, en gleðin einskær hjá yngstu félagsmönnum SVFR. Tvö laxveiðinámskeið voru haldin í aðdraganda veiðisumarsins, annars vegar Max Lax og hins vegar Lærðu að veiða stórlax, þar sem nokkrir af þekktustu veiðimönnum landsins deildu þekkingu sinni og reynslu. Þá var haldið púpuveið- inámskeið og kastnámskeið í samstarfi við Kastklúbb Reykjavíkur. Kvennanefnd SVFR fagnaði 10 ára afmæli á síðasta starfsári. Nefndin, sem er ein sú öflugasta innan félagsins, efnir reglu- lega til viðburða fyrir veiðikonur, heldur fræðslukvöld og skipuleggur veiðiferðir svo dæmi séu nefnd. Nefndin heldur meðal annars utan um verkefnið Kastað til bata – árlegt samstarfsverkefni SVFR, Krabbameinsfélags Íslands og Brjósta- heilla sem er liður í endurhæfingu kvenna sem barist hafa við krabbamein. Þeim er boðið að æfa flugukast í fallegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga og upplifa töfra íslenskrar náttúru. Sumarið 2023 mættu 14 konur til þátttöku og nutu Langár á Mýrum. Meðal nýjunga þetta árið var Veiðisýning Ásgeirs Heiðars í Elliðaánum, þar sem hann kenndi veiðimönnum að veiða valda veiðistaði. Fjölmenni mætti á bakkann til að fylgjast með meistaranum og enn fleiri horfðu á upptöku frá deginum á netinu. Framtakið mæltist afar vel fyrir og verður væntanlega endurtekið. Að venju var Veiðimaðurinn gefinn út og vakti talsverða athygli út fyrir raðir félagsmanna. Umfjöllun um baráttuna gegn sjókvíaeldi var meginþemað í nýj- asta tölublaðinu, en árið allt einkenndist mjög af þeirri baráttu. SVFR styður hana heils hugar og tekur virkan þátt í starfinu, Veiðimaðurinn 97

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.