Veiðimaðurinn - 2024, Síða 97

Veiðimaðurinn - 2024, Síða 97
skrifstofa SVFR hefur verið um langt skeið. Vegna breytinga á starfseminni í Dalnum sagði Orkuveitan upp leigusamningi við SVFR, en félagið hafði undir það síðasta verið með aðstöðu í risi gamla stöðvar- stjórahússins. Sú aðstaða var óhentug fyrir margra hluta sakir, bæði fyrir starfs- menn og félagsmenn, og gat því aldrei orðið varanleg. Stjórn ákvað því að festa kaup á skrif- stofuhúsnæði að Suðurlandsbraut 54 í Reykjavík undir starfsemina. SVFR er því orðið eigandi fasteignar í fyrsta sinn síðan félagið seldi húsnæði sitt á Háa- leitisbraut árið 2012, þegar nauðsynleg endurskipulagning á rekstrinum stóð yfir. Nýja skrifstofan er þegar komin í notkun og lofar sannarlega góðu. Félagslíf Að venju var félagsstarf SVFR öflugt á liðnu starfsári. Árnefndir stóðu í ströngu við viðhald og lagfæringar á ársvæðum, en árnefndarstarfið er eitt af aðalsmerkjum SVFR. Viðburðanefndin hélt sínu striki, þar sem silungsveiðikvöld í febrúar og lax- veiðikvöld í mars heppnuðust sérstaklega vel. Um 130 manns mættu á hvort kvöldið, eða álíka margir og mættu á uppskeru- hátíð SVFR í október. Viðburðir á vegum fræðslunefndar voru fjölmargir, þar sem barna- og ungmenna- dagar stóðu hæst. Alls tóku 64 börn þátt í þeim sumarið 2023 og upplifðu ævintýri á bökkum Elliðaánna. Veiði var misjöfn, en gleðin einskær hjá yngstu félagsmönnum SVFR. Tvö laxveiðinámskeið voru haldin í aðdraganda veiðisumarsins, annars vegar Max Lax og hins vegar Lærðu að veiða stórlax, þar sem nokkrir af þekktustu veiðimönnum landsins deildu þekkingu sinni og reynslu. Þá var haldið púpuveið- inámskeið og kastnámskeið í samstarfi við Kastklúbb Reykjavíkur. Kvennanefnd SVFR fagnaði 10 ára afmæli á síðasta starfsári. Nefndin, sem er ein sú öflugasta innan félagsins, efnir reglu- lega til viðburða fyrir veiðikonur, heldur fræðslukvöld og skipuleggur veiðiferðir svo dæmi séu nefnd. Nefndin heldur meðal annars utan um verkefnið Kastað til bata – árlegt samstarfsverkefni SVFR, Krabbameinsfélags Íslands og Brjósta- heilla sem er liður í endurhæfingu kvenna sem barist hafa við krabbamein. Þeim er boðið að æfa flugukast í fallegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga og upplifa töfra íslenskrar náttúru. Sumarið 2023 mættu 14 konur til þátttöku og nutu Langár á Mýrum. Meðal nýjunga þetta árið var Veiðisýning Ásgeirs Heiðars í Elliðaánum, þar sem hann kenndi veiðimönnum að veiða valda veiðistaði. Fjölmenni mætti á bakkann til að fylgjast með meistaranum og enn fleiri horfðu á upptöku frá deginum á netinu. Framtakið mæltist afar vel fyrir og verður væntanlega endurtekið. Að venju var Veiðimaðurinn gefinn út og vakti talsverða athygli út fyrir raðir félagsmanna. Umfjöllun um baráttuna gegn sjókvíaeldi var meginþemað í nýj- asta tölublaðinu, en árið allt einkenndist mjög af þeirri baráttu. SVFR styður hana heils hugar og tekur virkan þátt í starfinu, Veiðimaðurinn 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.