Mímir - 01.09.1968, Qupperneq 6
ur orð falla um konung og hefur eflaust átt sinn
ríka þátt í, hversu auðveldur Sturla reyndist
konungi, þegar til kom.
Næst er Eyvinds getið í för Sturlu gegn Órækju
Snorrasyni árið 1236. „Var þá talað um sættir,
ok þarf ekki orð at tína, en sættin gekk greið-
liga saman" (Isl.s. 394). Þar hefur Eyvindur
verið við, Arni brattur Austmaður og að líkind-
um fleiri Austmenn. Þær sættir enduðu með
því, að Órækja var utan rekinn í samræmi við
vilja konungs.
Næst kemur Eyvindur við sögu árið 1240.
„Þetta sumar kom Eyvindr brattr ok Árni óreiða
út með bréfum Hákonar konungs, og var þeim
lítt upp haldit" (ísl.s. 447). Þessi bréf voru til
Gissurar og höfðu inni að halda dauðadóm yfir
Snorra Sturlusyni. Hér sést, að Eyvindur bratt-
ur kaupmaður er jafnframt sérlegur sendimað-
ur Hákonar konungs, svo að ekki er um að
villast.
1243 kom skip í Dögurðarnes, og stýrði
því Eyvindur brattur. Þórður kakali fór til skips
og dvaldi þar nokkurar nætur, og hefur þá vænt-
anlega verið lagt á ráðin (Þ.s. kak. 34). Fór
Þórður norður á land og gaf grið Þorsteini Jóns-
syni í Hvammi og gerði hann háðan sér. Kol-
beinn ungi hélt fund um veturinn 1244, í Geld-
ingaholti, og var þar Þorsteinn Jónsson, og valdi
Kolbeinn hann til að semja um grið við Þórð
fram til alþingis. Hvernig sem á því stóð, var
Eyvindr brattur á þessu þingi í Geldingaholti,
og kvaðst Þorsteinn ekki fara á fund Þórðar
nema Eyvindur kæmi með sér. Varð það ur
(Þ.s. kak. 44). Ekki kemur fram, hvað Eyvindur
lagði til málanna sérstaklega. Má af þessu sjá,
að Eyvindur fylgdist vel með málum manna á
Islandi. Eyvindur varð afturreka í Hvítá haustið
1244. Var hann hér um veturinn 1244—5.
Ekki er getið, hvar hann bjó. „En um várit tóku
til meðalferðir. Var þat þá mælt, at þeir myndi
fara útan báðir Kolbeinn ok Þórðr ok skyldi
Hákon konungr gera um öll mál þeirra, en
Kolbeinn skyldi láta fá Þórði sex tigu hundraða
vaðmála til fararefna. Ok þat kom fram, ok
svar sú vara færð til Hvítár" (Þ.s. kak. 68). Eng-
6
inn er líklegri til að hafa haft meðalferðir í
þessu máli en Eyvindur bratmr. Þetta er þó vart
eins glæsilegur árangur og virðast mætti, því að
telja má víst, að Kolbeinn hafi vitað sig dauða-
dæmdan, er hér var komið, sökum gamalla
meina, sem höfðu hrjáð hann og hafi líklega
aldrei ætlað utan. Hann hafði áður ymprað á
því, en reynzt blekking ein, þegar til kom, (Þ.s.
kak. 45) og hefði stungið í stúf, að sá maður,
sem sízt hafði gefið konungi höggstað á sér,
skyldi játa utanför nánast á banastund og ætlað
að standa við það, enda var brátt gerð önnur
sætt.
Veturinn 1252—3 var Eyvindur í Reykholti
hjá Agli Sölmundarsyni Austmanns, og urðu þeir
mjög kátir, er þeir frétm, að Þorgils skarði hygð-
ist gera aðför að Gissuri (Þ.s. skarða 135).
Óvinátm Eyvinds við Gissur má vel skýra með
því, að Gissur var ekki fyrr kominn til Islands
frá Noregi en hann sveik það, sem hann hefur
lofað konungi.
Síðast er Eyvinds getið hér árið 1254 (Þ.s.
skarða l6l). Hefur Eyvindur verið hér við og
við í a. m. k. tutmgu og fimm ár, en þar af eru
um tuttugu ár, sem ókunnugt er um, hvar hann
var eða hvað hann aðhafðist, og gæti hann hafa
afrekað margt á þeim tíma í þágu síns herra.
Árið 1234 létu Kolbeinn og Órækja taka af
lífi Kálf Guttormsson og son hans. Var stofnað
til sáttafundar í Flatamngu um þetta mál, þar
sem Sighvatur Smrluson var annar sakaaðili.
„Eftir þat gengu stórbændr ór Eyjafirði ór liði
Sighvats ok enn nokkurir af liði Kolbeins ok
leituðu um sættir í milli þeira. Þar var ok með
þeim Ólafr af Steini. Hann var þá í fyrsm ferð
[út hingat] ok var heimamaðr at Keldum með
Hálfdani. Þá var hann átján vetra [ok allra
manna vaskligastr}" (Isl.s. 327). Ólafur af
Steini var kaupmaður frá Þrándheimi og átti
eftir að verða einn af fyrirmönnum norska rík-
isins, riddari og stallari. Óskýrt er með öllu af
hverju Ólafur af Steini er í hópi þeirra stór-
bænda úr Skagafirði og Eyjafirði, sem hafa milli-
göngu um sætt Sighvats og Kolbeins í apríl í