Mímir - 01.09.1968, Qupperneq 8

Mímir - 01.09.1968, Qupperneq 8
hvatsson honum til hlífðar (ísl.s. 435).* Hann er með Gissuri í Skálholti 1242 gegn Orækju og er fyrir einum fylkingararmi í liði Gissurar. Ekki segir nánar frá honum þar (Isl.s. 461—2). Olafur var tengdasonur Flosa Bjarnasonar, er fór með Flóamannagoðorð um tíma. Aðrir tengdasynir hans voru Vilhjálmur og Filippus Sæmundssynir Jónssonar í Odda. Sonur Ólafs var Erlendur sterki, lögmaður og riddari og son- ur Erlendar Haukur lögmaður, riddari og Land- námuritari. Olafur hlýmr að hafa verið mikils- háttar maður, og er þá furðulegt, að uppruni hans skuli ókunnur. Spyrja má, hvort hann hafi þá ekki verið Austmaður. Þess er hvergi getið, en það litla, sem um hann er vitað, bendir í þá átt, en ekkert á móti. Mætti ekki skýra frama afkomenda hans að einhverju leyti með því, að þeir hafi verið norskrar ættar? Sama ár og Þórir kvæntist, síðar um sumarið, þröngvuðu biskupar Gissuri Þorvaldssyni af landinu (Isl.s. 181. kap. textaskýr. 3 og 182. kap. textaskýr. 1). Gissur fékk Þóri tott föður- leifð sína (Hák.s. 369) og skyldi hann vera Oddi Þórarinssyni til aðstoðar, en hann hélt Skagafjörð í umboði Gissurar. Táknar þetta þá líklega, að Þórir færi með goðorð Haukdæla. Hann var með Oddi í bardaganum í Geldinga- holti í byrjun næsta árs. Þar féll Oddur, en Þór- ir slapp með einhverjum hætti. Síðan er hans ekki getið, enda virðast dagar kaupmanna í þjónustu konungs taldir, er hér er komið sögu. Þorgils skarði réðst til utanfarar átján vetra 1244 og Bergur vinur hans á skipi með Eiríki * Sá grundvallarmunur var á vopnabúnaði Islend- inga og NorSmanna, að Norðmenn beittu mjög bogum og öðrum skotvopnum, en Islendingar börðust nær eingöngu í návígi og beittu högg- vopnum og lagvopnum. Þessu var svo samfara, að Islendingar létu sér nægja buklara (smáskildi) til varnar á meðan Norðmönnum voru nauðsyn- legir eiginl. skildir. Skildir voru ekki almenn- ingseign á Islandi, og virðist sem mikið hafi þótt til skjaldareignar koma. Það eykur mjög líkur fyrir því, að um Austmann sé að ræða, ef ein- hver ókunnur maður í heimildum frá þessum tíma hefur skjöld, svo að ekki sé talað um boga. skarða, Austmanni. Komu þeir til Björgvinjar. Fýsti Þorgils mjög til Brynjólfs sonar Jóns stáls í Sogni. Brynjólfur var einn helzti fyrirmaður í Noregi á þessum tíma. Eiríkur hafði vinaveizlu, er hann kom úr hverri kaupferð og bauð grönn- um sínum. Hann bauð Brynjólfi. Brynjólfur vissi góð skil á ætt Þorgils og bauð þeim Bergi til sín til vistar og fagnaði þeim geysivel. Með Brynjólfi var íslenzkur maður Gunnar nokkur skáld. Brynjólfur bað Þorgils fara ferð fyrir sig. Þorgils segir „at þess eins sendimaður eða lest- reki viil hann vera í Noregi, er enn væri ríkari en Brynjólfr". Brynjólfur flutti mál Þorgils við konung. Þau atriði, sem nú hafa verið tínd til (smbr. Þ.s. skarða 106—11), virðast benda mjög til þess, að Brynjólfur hafi haft talsvert samband við ísland og líklega átt skip í förum. Ekki er þess getið, að Eiríkur skarði ætti skip það, er Þorgils fór á, og ekki hefur Eiríkur ver- ið efnaður (Þ.s. skarða 106). Hins vegar er sam- band með honum og höfðingjanum Brynjólfi Jónssyni og er líklegt, að Eiríkur skarði hafi verið lestreki Brynjólfs (smbr. orð Þorgils um lestreka). Um Jón stál föður Brynjólfs er þess getið í Hák.s. (147), að hann færi á eigin búzu til Englands, en búzur voru notaðar mjög til kaupferða. Jón stál gæti hafa átt kaupskip í föriun til Islands og hefur þá átt hlut að máli, er Sæmundur Jónsson í Odda tók upp fé Björg- vinjarkaupmanna. Hvernig sem því víkur við, þá er þess getið, að Jón stál hafi komið vorið 1219 með skip til Björgvinjar „þat er hann hafði gera látit konunginum, hálfþrímgt að rúmatali. Þat skip hafði konungr lengi síðan ok var skipa bezt" (Hák.s. 67). Engin skýring fylg- ir á því, hvers vegna Jón gaf skipið, en næsta vor er undirbúin herferð til íslands. Kon.ann. getur við árið 1199 skipatjóns Jóna tveggja og árið 1209 rak skip Jóns ríka til Grænlands. Ein- hver þessara þriggja(?) Jóna, gæti verið Jón stál. (Langt er frá að girt sé fyrir, að Jón stál sé sami maður og Jón ríki. Bárður garðabrjótur, sem svo er nefndur í Isl.s. er ætíð nefndur Bárð- ur af Guðreksstöðum í Hák.s. Jón stál gæti hafa nefnzt Jón ríki á Islandi, enda var hann 8

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.