Mímir - 01.09.1968, Qupperneq 10
Eyjólfi um Flugumýrarbrennu 1253 (smbr. Þ.s.
skarða 199). Gissur Þorvaldsson vildi leita
hefnda, en Heinrekur tók þá upp hanzkann fyrir
brennumenn (Isl.s. 501) og taldi ráðlegra að
leggja mál í dóm konungs. Hefndir Gissurar
gátu orðið að fjörtjóni tryggum konungsmönn-
um eins og Eyjólfi ofsa og spillt stöðunni. Arið
1254 reka biskupar Gissur af landinu, og tók
Oddur Þórarinsson þá við brennumáli fyrir hönd
Gissurar. Reyndi biskup að kúga Odd með
bannfæringu, en Oddur tók biskup höndum og
hafði í haldi á Flugumýri. „Þá söfnuðust saman
góðgjarnir menn bæði norrænir ok íslenzkir...
Váru þeir alls nær tveim hundruðum manna
[þ. e. líklega nær 240] ... Váru Austmenn harð-
ir í tillögum. Vildu þeir berjast til biskups, ef
hann væri eigi skjótt lauss látinn". Oddur leysti
biskup úr haldi „fyrir sakir bónda í heraðinu"
(ísl.s. 507—8). Ókunnugt er, hvaða Austmenn
voru þarna á ferð, en gæti hafa verið skipshöfn
af kaupfari, er legið hefði í Kolbeinsárósi, e. t. v.
erkibiskupsskip. Fjöldinn þarf ekki að benda
til, að um fleiri skip hafi verið að ræða, því að
skip Norðmanna í Islandssiglingum virðast
verða stærri og stærri, er fram líður á 13- öld
og kallast nú búzur, en áður voru notaðir knerr-
ir. A knörrum virðast jafnan hafa verið um
þrjátíu manns, en á búzum voru langtum fleiri.
Má nefna Hólmbúzuna, Höfðabúzuna, Gró-
búzuna og Raftabúzuna. Hólmdælan týndist
fyrir Mýrum 1258 og fórust fimmtíu, en fimm-
tíu komust af. Allir íslenzkir menn týndust.
Þarna hafa því verið eitthundrað manns á einu
skipi, þar af eigi færri en sextíu til sjötíu Aust-
menn, ef af líkum má ráða (smbr. Isl.s. 523).
í Kon.ann. segir við árið 1223: „Týndist skip
Auðbjarnar ok váru á sextigi ok þrír manna.
Eigi var hann á". I Isl.s. segir (481): „Týndist
þar Eysteinn hvíti ok hans félagar á sétta tigi
manna. En af komust átta menn eða níu". Það
var árið 1253.
Af franmantöldum dæmum um skip og
fjölda á hverju er Ijóst, að Austmenn gátu orð-
ið æði fjölmennir hér á landi og ennfremur, að
hér voru á ferð menn miklir fyrir sér og vel
vöpnum búnir, enda ekki heiglum hent að
smnda farmennsku á opnum skipum yfir norð-
urhöf til lands, þar sem allt logaði í óeirðum.
Víst er, að Austmenn þóttu liðtækir vel. Ari Þor-
geirsson reið til þings árið 1164 með nær þrjá-
tíu Austmenn, sennilega vopnaða vel (smbr.
heitið skjaldasumar, Pr.s. 122). Þetta hefur vís-
ast verið áhöfnin á skipi hans, sem var knörr.
Snorri Sturluson reið til þings árið 1217(?), og
voru áttatíu Austmenn í flokki hans, alskjald-
aðir. Austmenn gám því orðið ógnandi afl í
þjóðfélaginu, ef þeim bauð svo við að horfa.
Þó ber ekkert á því, allt frá árinu 1218, er
Grímur „ok þeir eigi allfáir Austmennirnir"
fóm fyrst í Odda til spellvirkja og vógu síðan
Orm Breiðdæling í Eyjum, og fram til ársins
1254, er Austmenn hóta að berjast til frelsunar
biskups á Flugumýri. Þessi þrjátíu og fimm ár
eru tími hins leynilega erindreksturs kaup-
manna, sem konungur felur mörg erfið hlut-
verk, er krefjast vinsamlegrar sambúðar, og er
þeim því hin mesta nauðsyn að gæta hlutleysis
og sýna friðarvilja. En árið 1254 er tímamótaár
að þessu leyti. Þá kom út Sigvarður biskup:
„Þat sumar sendi Hákon konungur til íslands
Sigvarð biskup at flytja mál konungs á þingi á
Islandi. Sigurðr silkiauga fór ok tit at skynja,
hversu einarðlega biskup færi í konungs mál-
um. Þeir höfðu mörg bréf til Islands. Váru þar
á utanstefningar við Gissur Þorvaldsson ok enn
fleiri aðra" (Hák.s. 368—9). Með þessari sendi-
för verða því nokkur þáttaskil í rekstri konungs-
erindis á íslandi. Það er ekkert leyndarmál leng-
ur, að Sigvarður biskup sé hér til að reka kon-
ungserindi. Hann er orðinn opinber erindreki
konungs, sendur af honum til að tala á alþingi
íslendinga. Erkibiskup kemur hvergi nálægt,
enda er erkibiskupslaust í Noregi um þessar
mundir (Hák.s. 367). Þetta ár virðist konungur
hætta að nota kaupmenn sem leynilega erind-
reka. Eyvinds bratts er getið hér síðast árið
1254 og þó ekki við konungserindi. Ólafur af
Steini kemur næst, svo að getið sé, sem opinber
erindreki löngu eftir lok þjóðveldis. Þóri totti
eru fengin völd í héraði Gissurar 1254, á með-