Mímir - 01.09.1968, Qupperneq 29
„Hið Eina er ekki andvígt neinum. Þú nefndir það
töframeðal ódauðleikans. En það er meira. Það er
form hins óskapta. Það er birting hins dulda. Það er
leyndardómur hins augljósa."
„Nýfæddur kálfur, aðeins kominn á spena, er lík-
ur vini hins Eina," sagði meistarinn.
„Leiðir Alvaldsins liggja heim."
Meistarinn svaraði: „Sá sem treystir liðsafla sínum
mun ekki sigra. Hið mjúka sigrar hið harða og hið
sterka fellur fyrir hinu veika. I hjólnöfinni sameinast
þrjátíu pílárar, en væri það ekki fyrir öxulgatið
stæði vagninn kyrr. Konan sigrar manninn með því
að láta undan. Það er Vegur hins Eina að berjast
ekki, en eiga þó vald á öllu. Það kallar ekki, en samt
koma menn þangað. Ef konungurinn gæti varðveitt
það, mundu allir hlutir snúast tii fylgis við hann;
einnig Indíalönd."
„Hið Eina þekkir ekki stríð, og mun ekki tortíma
neinum. Það starfar blíðlega og án erfiðismuna. Sum-
ir hafa nefnt það Móðurskautið."
„Heimsríki er eins og smáfiskur í suðu," sagði
meistarinn. „Eldamaðurinn lítur frá og fiskurinn
hefur losnað utan af beinunum."
Þá svaraði meistarinn Sing-Sing-Hó:
„Vitur maður hefur sagt: Eg vil hafa hljótt um
mig, þá mun fólkið komast sjálfkrafa á rétta leið.
Duglaus stjórn er mikil blessun fyrir þjóðina. Og sá,
sem sezt í sæti Aftökumannsins er líkur klaufa, sem
fer að höggva með öxi smíðameistara: Hann kemst
sjaldan hjá því að meiða sig."
„Farsælt ríki er lítið og mannfátt," sagði meistar-
inn Sing-Sing-Hó. „Þótt það ætti vopn mundi það
aldrei taka þau fram. Og fólkið mundi ekki kæra sig
um að fara úr landi, þótt það hefði báta og vagna.
Því mundi smakkast fæðan kryddlaus og þykja fagur
óbrodnn klæðnaður. Það mundi eiga sér hvíldarstað
heima og börnin mundu una háttum foreldra sinna.
I staðinn fyrir að skrifa mundi það aftur fara að
hnýta snæri. Og þótt nágrannalandið blasi við og vel
megi heyra þaðan hundgá og hanagal, mundi fólkið
eldast og deyja án þess að það langaði þangað."0
XIV,2: Það er form hins formlausa, birting hins
dulda, hyldýpi leyndardómsins.
LV,1: Sá, sem hefur fyllingu dygðarinnar, er eins og
lítið barn.
XL,I: Leiðir Alvaldsins liggja heim.
LXXVI.3: Sá, sem treystir liðsafla sínum, mun því
ekki sigra.
LXXXVIII.2: Hið mjúka vinnur bug á hinu harða,
og hið veika á hinu sterka.
XI,1: Þrjátíu hjólrimar mætast í nöfinni, en nytsemi
hjólsins er komin undir öxulgatinu.
LXI,2: Þannig sigrar konan manninn með blíðu,
það er að segja með því að láta undan.
LXXIII,2: Það er Vegur himnanna, að berjast ekki,
en eiga þó vald á öllu; að tala ekki, en veita þó
greið svör; að kalla ekki, og þó koma menn þangað.
XXII,2: Ef konungurinn gætti þess, myndu allir
snúast sjálfkrafa til fylgis við hann.
VI,1: Það er nefnt móðurskautið djúpa.-------------
eilíft og starfar blíðlega án strits.
LX,1: Að stjórna stóru ríki er líkt og að sjóða litla
fiska.
LVII,3: Þess vegna hefur vitur maður sagt: — — —
Ég vil hafa hljótt um mig, þá mun fólkið komast
sjálfkrafa á rétta leið.
LVIII.l: Stjórn, sem virðist duglaus, er oft affara-
sælust fyrir þjóðina.
LXXIV.2: Það vald er jafnan yfir okkur, sem kveð-
ur upp dauðadóminn. Að setjast í sæti þess, og taka
af lífi, er líkt því, að klaufi fari að höggva með öxi
smíðameistara. Hann kemst sjaldan hjá því, að
höggva í hendurnar á sjálfum sér.
LXXX,1: Lítið ríki, mannfátt. — Það hefði aðeins
herbúnað fyrir tíu eða hundrað menn og þyrfti ekki
á honum að halda. Fólkið myndi líta alvarlega á
dauðann og alls ekki fara úr landi.
2: Þótt menn hefðu báta og vagna, myndu þeir ekki
fara burt á þeim. Og þótt þeir hefðu brynjur og
vopn, myndi ekki til þess koma, að það yrði notað.
3: Þeir myndu aftur fara að nota hnútaletur.
4: Þeim myndi smakkast fæðan og finnast óbrotinn
klæðnaður sinn fagur; þeir myndu eiga sér hvíldar-
stað heima og unna sínum venjulegu háttum.
5: Þó að nágrannalandið blasi við, og heyra megi
þaðan hanagal og hundgá, myndi fólkið eldast og
deyja, en aldrei langa þangað.10
29