Mímir - 01.09.1968, Side 35
ÞORLEIFUR HAUKSSON:
EMBLA
Það er upphaf þessa máls, að sumarið 1964 var
ég á síldarbát við Vestmannaeyjar og var þá
meðal gesta á Þjóðhátíð. Snemma kvölds fyrsta
daginn vatt sér að mér ungur ókunnugur mað-
ur, nýstúdent frá Laugarvatni, og dró mig inn í
tjald til félaga sinna. Þar upphófust fjörugar
samræður, einkum um orðsifjar, og þar var ég
spurður afdrifaríkrar spurningar, hver væri upp-
hafsmerking orðsins Embla. Við veltum þessu
fyrir okkur á ýmsa vegu, og loks lofaði ég að
fletta orðinu upp, þegar ég kæmi heim. Svo ó-
væntar voru slíkar umræður á þessum stað og
stundu, að ég lét mér alls ekki bregða, þegar ég
hitti tvífara Oscars Wilde í Herjólfsdal skömmu
síðar, drakk með honum kampavín uppi í hlíð-
inni og hlustaði á háfleygan fyrirlestur hans
um Baudelaire.
Við lestur í orðabók Jan de Vries komst ég
að því, að tvær kenningar eru uppi um uppruna
orðsins, önnur sú, að orðið sé komið frá *Elmla,
smækkunarinynd af almr, en hin heldur fram
skyldleika við gr. ampelos, vínviður. Fyrri kenn-
ingin hefur verið sótt og varin málfræðilega.1
en að ýmsu leyti er hún ósennileg. Nafngift sem
þessi getur ekki verið út í bláinn, á bak við hana
hlýtur að leynast einhvers konar þjóðtrú eða
frjósemisdýrkun. Samband asks og álms getur
engan veginn talizt náið; ennfremur er álm-
viður einkum tákn ófrjósemi og dauða í þjóð-
trú ýmissa landa,2 og ósennilegt er að nafn svo
ófrjósams viðar væri valið hinni fyrstu konu.
Um síðari kenninguna var ég engu nær. Jan
de Vries vitnar til greinar eftir Sperber nokkurn
í PBB 1910, þ. e. Paul und Braunes Beitrdge
zur Geschichte der deutschen Sprache und Li-
teratur. Það rit hefur ekki sézt á íslenzku safni
fremur en svo margt annað. Kunningja mínum
þóttu þessar upplýsingar að vonum ófullnægj-
andi, og Garðsball leið eftir Garðsball, án þess
ég gæti bætt nokkru við, og var mér farið að
líða talsvert illa vegna þessa. Því var það, að
þegar ég var gestkomandi í Oxford 2ur árum
síðar og fékk aðgang að Bodleian Library, var
fyrsta ritið, sem ég pantaði, PBB 1910 og skrif-
aði útdrátt úr greininni á minnisblöð. Hróðug-
ur skundaði ég á næsta Garðsball eftir heim-
komuna, en þar var spyrillinn hvergi sjáanlegur.
Ég hef ekki hitt hann síðan, nafni hans hef ég
auk þess gleymt. Eina von mín er sú, að hann
rekist einhvern tíma á þetta Mímisblað og fái
forvitni sinni svalað. Kenning Sperbers mun hér
að mestu rétt eftir höfð, þótt þess sé að gæta,
að ég hef ekki um langan tíma haft heimildina
í höndum og verð því að styðjast við minnis-
blöðin ein. Þetta gæti orðið tilefni til hugleið-
inga um ófullkomleika íslenzkra safna, sem
þeir hafa allir rekið sig óþyrmilega á, sem unn-
ið hafa að ritgerðum, en látum það kyrrt liggja
að sinni.
Endurgerð frumgermönsk orðmynd Sperbers
er *ambilon, skylt gr. ampelos: vínviður. A
móti þessu mælir, að *ambilon getur ekki hafa
merkt vínvið í frumgermönsku, en með því að
merking trjáheita er talsvert breytileg í indó-
evrópskum málum, slær Sperber því föstu, að
orðið hafi í frumgermönsku merkt jurt, áþekka
vínviði að gerð. Liggur þá beinast við að hugsa
sér vafningsvið (hedera helix, þ. Epheu). Sú
35