Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 39
væri gaman að taka til athugunar, t. d. þann
fornaldarsagnablæ, sem er yfir athöfnum hans
í fyrri hluta sögunnar. Það verður þó ekki gert
í þessu greinarkorni.
Eftirminnilegasta persóna sögunnar hygg ég
flestum verði Þrándur í Göm. Saga hans verður
ekki rakin hér, aðeins brugðið upp ófullkominni
mynd af honum. Þrándur er mjög flókin mann-
gerð, og undrast lesandi stundum sumar athafn-
ir hans. Ætla má af sumu, að hann sé hið mesta
illmenni og ójafnaðarmaður, en svo kveður hann
upp dóma, sem öllu réttsýnu fólki hljóta að
þykja sanngjarnir, þegar hann kemst í slíka að-
stöðu. Hann er vitur maður — vitur og brögðótt-
ur. Líta má á hann sem fulltrúa hins gamla og
þjóðlega, sem berst fyrir því að Færeyjar verði
frjálsar undan erlendu valdi. I rauninni berst
hann líka fyrir friði, þótt annað mætti stundum
þykja trúlegra. En hann vegur ekki menn sjálfur,
heldur stjórnar.
Kynning Þrándar til sögunnar í 2. og 3. kapí-
tula er góð. Þar segir, að hann „seldi á Ieigu
landið í Götu mörgum mönnum og tók leigu
sem mesta,” réðst síðan til skips og hafði lít-
inn kaupeyri, var í Noregi næsta vetur og
þótti jafnan myrkur í skapi. I Danmörku aflaði
hann sér síðan of fjár á skömmum tíma með
ráðkænsku sinni og peningahyggju. Konungi
þeim, er átti mikinn þátt í þessari velgengni hans
þakkaði hann „með fögrum orðum og blíðum".
Síðar í sögunni komumst við að því, að megin-
einkenni Þrándar koma hér fram strax, en þau
skýrast alltaf betur og við þau bætist. Líklega
er einkennum Þrándar til Iíkams og sálar ekki
lýst betur á einum stað en í þessari klausu:
„Þrándur var mikill maður vexti, rauður á hár og
rauðskeggjaður; freknótmr, grepplegur í ásjónu;
myrkur í skapi, slægur og ráðugur til allra véla;
ódæll og illgjarn við alþýðu, blíðmæltur við
hina meiri menn, en hugði jafnan flátt." (Sjá
bls. 118—119 í útg. og aths.).
Otaldar eru þær spurningar, sem vakna við
kynni af Þrándi í Götu. „En höfuðíhugunarefni
í sögu Þrándar er þetta, að enginn er svo vitur
að allt sjái fyrir; hvert verk sem unnið er hefur
sínar afleiðingar; sumar er hægt að sjá fyrir, en
sumar ekki. Mannlífið á sér sín lögmál, þar sem
tengsl orsaka og afleiðinga eru margvíslega ofin,
og sá sem ekki gefur gaum að þessum lögmálum
hlýtur að lokum að farast og allt hans starf að
verða ónýtt, hversu réttmætur sem tilgangur
hans hefur verið." (inng. Ol. H., bls. xxi—xxii).
Eins og áður getur, vantar nokkuð á, að all-
ar aukapersónur séu skýrt dregnar. Lýsing Brestis
og Beinis er t. d. ekki annað en dauft bergmál
af lýsingum sona þeirra, Sigmundar og Þóris.
Brestir var „allra manna mesmr og sterkastur
og hverjum manni betur vígur . . . Hann var
sjálegur maður; fimur við alla leika. Beinir var
og líkur bróður sínum um marga hluti og komst
þó eigi til jafns við hann." (bls. 8). Þó er Sig-
urði Þorlákssyni lýst allvel með orðum og at-
höfnum, og í lok sögu þekkjum við hann lík-
lega bezt, næst á eftir höfuðpersónum. Enda er
hlutverk hans ekki hvað sízt að skýra mynd
Þrándar. Að lokum er hér mannlýsing, sem ég
efast um að eigi sinn líka, sakir þess hve mergjuð
hún er, en þó jafnframt gagnorð: „Annar maður
hét Eldjárn kambhöttur . . . Hann var margorð-
ur og illorður, heimskur og illgjarn, dáðlaus og
tilleitinn, Iyginn og rógsamur." (bls. 8).
Höfundi Færeyinga sögu er sú list lagin að
gefa í skyn annað eins og það sem hann segir
berum orðum. Lesandinn verður ósjaldan að
láta sér nægja að renna grun í ýmislegt, sem
hann helzt vildi vita fullkomlega um. En úr því
að höfundur leikur sér svona að tækni nútíma-
rithöfunda, er þá nokkur fjarstæða að hugsa sér,
að hann hafi ætlað njótendum sögunnar enn
meira verkefni, nefnilega að ráða í söguna sem
heild? Sögunni hlýmr að vera ætlað að sýna
annað og meira en örlög einnar færeyskrar ætt-
ar eða tveggja manna, og þykir mér trúlegt, að
um einhvers konar táknmynd sé að ræða, eins
og áður hefur verið drepið á. Ekki verður gerð
frekari tilraun til að ráða þá mynd hér, en það
ættu sem flestir lesendur sögunnar að gera sjálf-
ir, telji þeir, að slík mynd sé fyrir hendi. —
Með ósk um góðan árangur.
Brynjúlfur Sœmundsson.
39