Mímir - 01.09.1968, Síða 43

Mímir - 01.09.1968, Síða 43
MÓÐURMÁLSÞÁTTUR í fyrsta móðurmálsþætti Mzmis (2. tbl. 6. árg.) var farið nokkrum orðum um íslenzka málvönd- unarstefnu, en hún á rætur að rekja til Arngríms lærða, svo sem kunnugt er, varð seinna snar þátt- ur í sjálfstæðisbaráttunni, og hafa margir ágætir menn lagt henni lið síðan. Grundvöllur stefn- unnar var annars vegar bókmenntaarfur þjóðar- innar og hins vegar mál alþýðu manna út um byggðir landsins. Af þessum ástæðum meðal annars er Islendingum meiri vandi á höndum en ýmsum öðrum þjóðum, er viðstöðulítið taka við hverju orði, sem leitar í mál þeirra. Islenzkar hefðir og venjur banna slíkt. 'Svo mikið hefur áunnizt í málvernd og málhreinsun, að útlend orð verða að uppfylla viss skilyrði til þess að öðl- ast þegnrétt í íslenzku máli, þau verða t. d. að samþýðast íslenzku hljóð- og beygingakerfi. Hins vegar hafa breyttir tímar valdið því, að Is- lendingar eiga æ meiri skipti við aðrar þjóðir, og frá þeim berast margs konar áhrif og hug- myndir, vélar, verkfæri og alls konar vörur. Að íslenzkum sið þarf þá óðar að gefa hverjum hlut íslenzkt nafn, en í þeim efnum hefur á ýmsu gengið. Mörg þessara fyrirbæra komast aldrei í notkun, hverfa úr þjóðlífinu og þar með úr dag- legu máli. I þessu sambandi væri ekki ófróðlegt að rifja upp nokkur atriði úr grein, sem Guð- mundur Finnbogason ritaði í Skírni 1928, og nefndi Hreint mál. Þar leiðir Guðmundur les- andann inn á „myndarlegt heimili hérna í Reykjavík" og gefur nokkra lýsingu á húsakynn- um og búnaði. Ég leyfi mér að birta hér dálítinn kafla úr grein hans. Vér förum úr einu verelsi í annað. I borðstofunni er panel að neðan og betrekk að ofan. Stór rósetta í miðju lofti. Þar hangir ballansilampi með stórum kúppul og behollara. A buffeinu er pentudúkur og standa þar ýmsir munir, sem vér könnumst við, svo sem plattmanasía, karafla, saltkar. I skúffunum er ýmislegt dekkutau, servíettur o. fl. Við hliðina á buffeinu er anretterbotö með kafiistelli. Dívan er í stofuhorninu og blómsturstatív út við gluggann. Ég játa, að hér koma fyrir nokkur orð, sem ég kannast ekki við. Onnur þekki ég, en nota ekki, aðeins örfá eru mér munntöm. Guðmundur segir í grein sinni, að þjóðlífsbreytingar hafi verið svo örar síðustu áratugi, að menn hafi ekki verið viðbúnir að gefa hverjum hlut íslenzkt heiti jafn- harðan „og þessvegna hafa hálfútlendu orð- skrípin læðzt inn í daglegt mál og auglýsingar." A þeim fjörutíu árum, sem liðin eru síðan Guð- mundur Finnbogason ritaði grein sína, hafa einn- ig orðið gífurlega miklar breytingar á öllum sviðum þjóðlífsins. Mörg orð, sem notuð voru í daglegu máli fyrir svo sem hálfri öld, eru því úrelt orðin og fallin í gleymsku, og eru í þeim hópi orðskrípi, tökuorð og erfðaorð. Menn, sem nú eru á miðjum aldri, muna sjálfsagt úr æsku 43

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.