Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 46

Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 46
f'undarsækjendur margir. A sama fundi vaf samþykkt áskorun til Landsbókasafns og Þjóð- skjalasafns um lengri opnunartíma þeirra. Flutti stjórn félagsins þessa áskorun til for- stöðumanna safnanna, sem lofuðu að taka málið til athugunar. Hefur opnunartími safn- anna nú verið lengdur. 3. apríl kom Bergsteinn Jónsson cand. mag. á fund í Mími og spjallaði um Arnljót Olafs- son og skoðanir hans á hagfræði. Urðu síðan almennar umræður um menn og málefni ís- lands á 19- öld. Eru slíkir fundir með fróðum mönnum einkar gagnlegir stúdentum í sagn- fræði, og var þessi engin undantekning. Allir fundir félagsins voru að Aðalstræti 12 utan fundurinn með Sigurði Nordal, sem hald- inn var á Hótel Sögu (Bláa salnum). Hið árlega þorrablót félagsins var haldið 18. febrúar að Skipholti 70, og sóttu það um átta- tíu manns m. a. Arni Björnsson formaður Fé- lags íslenzkra fræða með frú. Var borðhaldið langt og mikið og ýmissa rétta neytt með mis- jöfnum afleiðingum. Aðalræðu kvöldsins flutti Bjarni Olafsson. Formaður skipaði í víta- nefnd þá Þingeyinga Björn Teitsson og Höskuld Þráinsson og mælti fyrir vítum. Reyndist vítanefnd hin harðvítugasta. Fluttu eigi færri en tíu manns aðskiljanleg skemmtiatriði, sem virtust falla Mímismönnum vel í geð. Að venju hélt Mímir tvær rannsóknaræfing- ar í samvinnu við Félag íslenzkra fræða. Sú fyrri fór fram 21. desember að Gamla Garði, og ræddi Olafur Briem þar um eddukvæði og nýja útgáfu þeirra, er hann annast. Urðu tals- verðar umræður um efnið. A borðum voru þjóðlegir réttir og fljótandi brjóstbirta. Veizlu- stjóri var dr. Kristján Eldjárn. Ymis minni voru flutt, og voru menn kátir. Seinni rannsóknaræfingin var haldin 27. apríl í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar ræddi prófessor Þórhallur Vilmundarson um náttúrunafnakenningu sína. Snæddu menn góm- sæta rétti, neyttu drykkja, sem reyndust áfengir og ræddu kenningu prófessors Þórhalls. Urðu formlegar umræður mjög miklar og því óform- 46 legri sem Íengra íeið, þar til teknar voru upp óformlegar umræður, sem urðu ennþá meiri, og höfðu víst allir tjáð sig um málið, áður yfir lauk. Mun fátt annað hafa borið á góma, og er það einstakt í sögu rannsóknaræfinga. Tvö ferðalög voru farin á vegum Mímis. 1 hinu fyrra var haldið á Reykjanes. Fyrsti áfangi var Bessastaðakirkja. Síðan var ekið út á Skans- inn, og leiðbeindi Kristinn Jóhannesson (stud. mag.) þar. Ekið var um Alftanes, komið við í kapellunni í Kapelluhrauni, Krýsuvíkurkirkja skoðuð og gengið á Selatanga, forna verstöð, en síðan ekið sem leið liggur um Grindavík að Reykjanesvita, staldrað við í Njarðvíkurkirkju og ekið heim. Leiðbeinendur voru dr. Kristján Eldjárn og prófessor Magnús Már Lárusson og áttu mestan þátt í að gera þessa för svo ánægju- lega sem hún varð. Þátttakendur voru um þrjá- tíu og fimm. Seinni ferðin var öllu lengri, og naut Mímir til hennar styrks menntamálaráðuneytis. Lagt var af stað 7. júní um kvöld áleiðis vestur og gist í Stykkishólmi, en siglt morguninn eftir á ágætum farkosti m.s. Baldri út í Flatey, þar sem var stigið á land og einnig í Brokey. Um kvöldið var ekið í Alftafjörð og gengið á Helgafell. Aftur var gist í Hólminum, en síðan ekið fyrir Snæfellsnes á sunnudag og víða áð. Komið var til Reykjavíkur fyrir miðnætti, og tóku sumir eftir því, að glaumur og gleði jókst því meir sem nær dró Reykjavík. Leiðbeinandi í ferðinni var Einar Sigurðsson bókavörður. Leysti hann starf sitt ágætlega af hendi, og standa Mímismenn í mikilli þakkarskuld við hann. Voru þátttakendur um þrjátíu og fimm, flestir þriggja ára stúdentar og yngri, en í hinu fyrra ferðalagi var þessu öfugt farið. Virðast ætla að verða nokkuð snögg „kynslóðaskipti" í Mími á næsmnni, og er þetta sennilega vísbending þess. Þátttaka hinna yngstu í félagslífinu var dræm í byrjun vetrar, en jókst stöðugt, er á leið vetur. Mímir tók upp svonefnt feðrakerfi s. I. haust sem fleiri félög, en gafst illa, því að heita má, að enginn hinna yngri stúdenta hafi þegið boð hinna eldri um leiðbein- ingar í námi. Það er þó einlæg ósk eldri stúdenta

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.