Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 20
EYSTEINN ÞORVALDSSON:
HUGLEIÐINGAR UM ÁSTARSÖGU EGILS
Þegar skyggnzt er um í heimi fombókmennta
okkar, sjáum við „fyrir ofan höfuð mönnum"
hvar Egill Skallagrímsson stendur, líkt og þegar
Eiríkur blóðöx litaðist um í höil sinni í Jórvík
og sá hjálmaklett Egils ofar höfðum annarra
manna.
Flestir munu sammála um, að Egill Skalla-
grímsson sé stórbrotnasta persóna Islendinga-
sagna. Andlegt og líkamlegt atgervi Egils veld-
ur því, að í augum lesenda sögunnar ber hann
höfuð og herðar yfir aðra menn í tvennum
skilningi. Margslungið skapferli, sterkar and-
stæður og ofurmannlegt líkamsþrek hefja hann
upp yfir fjöldann, og í ofanálag skapar hann
fágæt listaverk í ljóðum, sem hlutu að lifa áfram
með þjóðinni. I kvæðunum og vísunum lifir
skáldið og hetjan einnig áfram, því að skáld
Víkingaaldar ortu gjarnan um sjálf sig og af-
rek sín.
Margbreytnin og andstæðurnar í fari Egils eiga
sína skýringu í hinum gjörólíku ættum, sem að
honum standa. Tvískipt og afar andstæð ættar-
einkenni eignast óskipta fulltrúa, þar sem eru
þeir Þórólfur og Skallagrímur, synir Kveldúlfs.
Þórólfur er víkingur, gleðimaður, glæsilegur,
örgeðja, fljótráður, kappsamur og stórhuga.
Skallagrímur er svartur og Ijómr, einrænn, bú-
maður mikill, gætinn og hófsamur nema þegar
hann reiðist. Víkingaferðir freista hans ekki,
en þó er hann heiftrækinn og bardagamaður
mikill, þegar því er að skipta.
Synir Skallagríms eru álíka gagnstæðir að
ytri sýn. Þórólfur Skallagrímsson virðist eftir-
mynd nafna síns og föðurbróður, en Egill er lík-
ur föður sínum, svartur og ljótur. Egill fær ekki
í sinn hlut neitt af fríðleik ættarinnar. En flesta
hina sterkustu eðlisþættina úr báðum ættum
erfir hann, og skáldskaparhneigð hans vaknar
snemma og nær miklum þroska.
Persónulýsing Egils er með miklum ágætum
í Eglu. Mynd hans í sögunni er skýr og heil-
steypt. Hann er tryggur vinur vina sinna og
leggur líf sitt í sölurnar fyrir þá. Hann er ekki
áreitinn við menn að fyrra bragði, ef frá eru
skildar víkingaferðir hans. En hann sættir sig
aldrei við það að vera órétti beittur. Kappið og
dirfskan eiga sér engin takmörk í þessum manni.
I honum búa sterkar andstæður, og af þessum
andstæðum í skaphöfninni er sprottin andstæðu-
list hans í skáldskapnum. Egill er tilfinninga-
maður mikill, og það verða engin smáátök, þeg-
ar öldur ofsafullra skapsmuna og djúpra til-
finninga rísa sem hæst.
Maðurinn, sem þeysir spýju í vit gestgjafa
síns við öldrykkju og krækir auga úr honum á
eftir, tekur sótt og er ekki rólfær, þegar stúlkan,
sem hann ann, er gefin öðrum. — Víkingurinn,
sem háði hjaðningavíg og lét blóðuga búka
sæfast tugum saman í erlendum borghliðum,
gengur lotinn með lík sonar síns í fanginu, yfir-
bugaður af sorg og svo þrútinn af harmi, að föt-
in rifna utan af honum.
Það er ekki óforvitnilegt að kynnast því,
hvernig viðkvæmari tilfinningamálum þessa
geðríka, vígdjarfa skálds er háttað. Egill var
nefnilega ekki einn af þeim broslegu víga-
mönnum, sem í trénuðum garpskap töldu það
svívirðing síns krafts að hokra að konum. Egill
var ekki aðeins bardagamaður og hetja, heldur
einnig skáld og tilfinningamaður og hlaut að
20