Mímir - 01.09.1968, Qupperneq 38
greina athafnir og örlög tveggja gagnólíkra
manna, Sigmundar Brestissonar og Þrándar í
Götu. Þeir eru leiddir fram sem höfuðandstæður,
frændurnir, og aðrar persónur gjalda þess stund-
um, að þær virðast hafa þann tilgang einan að
skerpa einhvern drátt í lýsingu Sigmundar eða
Þrándar. Auðvitað má svo líta á sögu þeirra sem
táknmynd, t. d. um tvö andstæð öfi í ákveðnu
þjóðfélagi: Hið gamla andspænis hinu nýja;
sterka þjóðerniskennd andspænis takmarkalausri
þjónkun við erlent vald. Það er endalaust hægt
að velta vöngum yfir þessu, en hver svo sem til-
gangur höfundar kann að vera hið innra, er meg-
ináherzlan hið ytra lögð á að segja sögu tveggja
manna. Til frekari skilnings á sögunni hlýtur því
að vera nauðsynlegt að gaumgæfa vel, hvers
konar menn Sigmundur Brestisson og Þrándur
í Götu eru.
Sigmundur Brestisson er glæsimenni, frá-
gjörðamaður á allan vöxt og gengur næst Olafi
Tryggvasyni að íþróttum öllum og atgervi, segir
sagan. Fer í víkingaferðir og getur sér frægðar-
orð. Oiafur Halldórsson bendir á í innganginum,
að einn þáttur í lífsskoðun íslenzkra miðalda-
bókmennta sé, að ójafnaður gefist illa og ójafn-
aðarmönnum verði oftast steypt fyrr eða síðar.
Eðli sínu samkvæmt hafi hann þessi áhrif í sam-
skiptum manna. Sigmundur er ójafnaðarmaður,
og e. t. v. á það sinn þátt í því, hvernig fer fyrir
honum að lokum. En stórlæti og oftrú á eigin
mátt eru oft svo samtvinnuð ójafnaði hans, að
erfitt reynist að greina þar á milli. Hann hikar
ekki við að bjóða Hákoni jarli byrginn, þegar
jarlinn synjar honum um greiða, og í deilum
við óvini sína í Færeyjum verður ekki af sættum
nema hann fái einn að ráða öllu, hversu góð
boð sem andstæðingarnir bjóða. Þegar Þrándur
býður honum „að þú gjörir okkar í millum allar
sættir", þá vill hann það ekki: „’Engi verður
sættin’, segir Sigmundur ’nema sú að eg býð.’"
(bls. 48).
En ójafnaður Sigmundar kemur að litlu gagni,
og afl hans hrekkur skammt, þar eð hann á í
höggi við sér vitrari mann þar sem Þrándur er.
Flonum verður líka hált á því að treysta ein-
38
göngu á eigin dómgreind: Tvisvar sinnum á
hann kost á lífi Þrándar, og í bæði skiptin leggur
Þórir hollvinur hans til, að hann drepi manninn.
En Sigmundur virðir þau ráð að vettugi. Mér
finnst líklegt, að Þórir, sem leggur annars aldrei
neitt til málanna, en stendur ætíð í skugga Sig-
mundar (eins og Asmundur fóstbróðir Orvar-
Odds í Orvar-Odds sögu og Kolskeggur bróðir
Gunnars á Hlíðarenda), sé rödd höfundarins á
þessum stöðum. Honum finnst, að þarna hafi
Sigmundur gert skyssu. Og Þrándur segir við
félaga sína í síðara skiptið, sem Sigmundur lét
hann undan sleppa: „Nú mun hafa um skipt
hamingju með oss Sigmundi . . . þvíað nú
hefir honum gefið missýni mikið er hann drap
oss eigi, er hann átti alls kosti við oss . . ."
(bls. 72). Þessi orð virðast ekki mælt út í blá-
inn: Hamingjuleysi Sigmundar hér eftir er
algert.
Höfundur Færeyinga sögu gefur í skyn, að
hringur nokkur, er Sigmundur hafði þegið af
átrúnaðargoði Hákonar jarls, sé meginógæfu-
valdurinn. Olafur konungur Tryggvason vissi
gjörla, hversu hringurinn hafði komið í eigu
Sigmundar og bað hann farga honum, en Sig-
mundur fór sínu fram og hélt gripnum, unz
sá dagur kom, að einum manni með bolexi í
hendi þótti „gullhringur hans harðla digur". Lét
Sigmundur líf sitt, en Þorgrímur illi tók hringinn
og varðveitti um stund.
Sigmundur hafði bæði vinátm við Olaf
konung og Hákon jarl (og syni hans) og virðist
jafnvel hafa haft Færeyjar að léni frá báðum
þessum höfuðandstæðingum í senn. Er ekki
verið að sýna fólki, að þarna sé gengið fulllangt?
Bæði í þjónkun við erlent vald og eins hitt, að
enginn maður geti verið tveggja þjónn til lengd-
ar án þess að eitthvað fari úrskeiðis. Gerðir Sig-
mundar jafnt í stjórnmálum og trúmálum virð-
ast andstæðar því, sem er eðlilegt og náttúrulegt,
og sá sem býður náttúrunni byrginn, hlýtur
undan að láta fyrr eða síðar. Eðlilegast þykir mér
að líta á hringinn sem áþreifanlegt tákn um
meginorsakir ófara Sigmundar.
Margt fleira í sögu Sigmundar Brestissonar