Mímir - 01.09.1968, Side 37
UM BÆKUR
Færeyinga saga.
Olafur Halldórsson bjó til prentunar.
Jón Böðvarsson cand. mag.
samdi verkefni fyrir skóla.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar h.f.
Reykjavík — 1967.
Færeyinga saga er nú loks komin út á íslandi í
heilu líki, og er það ekki vonum fyrr, að allur
almenningur fái greiðan aðgang að þessari perlu
íslenzkra fornbókmennta. Utgáfan er í litlu og
þægilegu broti, útlit er smekklegt, og hefting
mun sterkari en ætla mætti í fyrstu. Fremst í
bókinni er smákort af Færeyjum, þá inngangur
eftir Olaf Halldórsson, sem þekkir Færeyinga
sögu betur en aðrir menn; inngangurinn grein-
ist í þrennt: 1) Heimildir sögunnar, 2) Sagan
sem listaverk, 3) Handrit og útgáfur. Alls eru
þetta ekki meira en 18 blaðsíður, en þar er þó
saman kominn allmikill fróðleikur og hugmynd-
ir. Einkum er fengur að þeim þætti, er fjallar um
söguna sem listaverk, en það er röskur helming-
ur inngangsins. Skýringar og athugasemdir um
texta eru aftan við söguna, og því næst verkefni
fyrir skóla eftir Jón Böðvarsson.* Aftast í bók-
inni er rakin ætt Götuskeggja og loks nokkrar
leiðréttingar á prentvillum. Myndir frá Færeyj-
um prýða bókina.
Þessi nýja útgáfa Færeyinga sögu mun ekki
hvað sízt ætluð til kennslu í skólum, eins og
sjá má af verkefnum þeim, er fylgja. Segja mætti
mér þó, að ekki yrðu allir á eitt sáttir um úr-
lausn verkefnanna, en er þá ekki tilganginum
enn betur náð? Verkefni sem þessi eiga ekki
nema að litlu leyti að vera þannig, að nemendur
* Þ. e. í heftu útgáfunni, en bókin er einnig gefin út
í skinnbandi, og í henni eru skólaverkefnin ekki.
geti hugsunarlítið flett „svarinu" upp á ákveð-
inni blaðsíðu í sögunni og lært það utan bókar,
fremur ættu þau að höfða til sjálfstæðrar hugsun-
ar, ályktunargáfu og ímyndunarafls nemend-
anna, og sýnist mér, að hér hafi vel til tekizt.
Utgáfan er með nútímastafsetningu (ekki á
nútímamáli, eins og margir héldu lengi vel um
útgáfu HKL á Hrafnkels sögu og Njálu og
deildu hart á — óséð), og er því „samræmd
stafsetning forn" ekki til að fæla fólk frá lestri
bókarinnar.
Færeyinga saga greinir frá færeyskum mönn-
um á tíundu öld ofanverðri og fram undir miðja
þá elleftu, skiptum þeirra við erlent vald og
deilum innbyrðis. Sögusviðið er að mestu Fær-
eyjar, en langir kaflar gerast þó í Noregi og
Danmörku. Raunar gæti heiti sögunnar, Færey-
inga saga, valdið misskilningi. Hún er nefnilega
ekki saga Færeyinga í víðtækum skilningi, held-
ur saga einnar ættar í Færeyjum, Götuskeggja.
Sagan er í flestum tilvikum ein til frásagnar.
Olafur telur hana skrifaða á Islandi nálægt
1215, margt bendi til að höfundur hafi stuðzt
við munnlegar sagnir, sennilega færeyskar. Hann
bendir á, að staðþekkingu höfundar sé mjög
ábótavant, sennilegt sé þó að höfuðpersónurnar
hafi verið til og að „einhver sögulegur sannleik-
ur leynist í frásögnum hennar." Olafur gerir
hins vegar enga tilraun til að greina á milli
skáldskapar og veruleika sögunnar, enda ligg-
ur annað beinna við, nefnilega að íhuga list
hennar og tilgang.
Hvort sem við berum Færeyinga sögu saman
við bókmenntir síns tíma (13. aldar) og þá eink-
um Islendinga sögur, sem hún er skyldust, eða
bókmenntir 20. aldarinnar, eru listræn tök höf-
undar á efninu óumdeilanleg. Fremur má deila
um tilganginn. Vafalaust er hann margþættur,
en einkum virðist höfundi liggja á hjarta að
37