Mímir - 01.09.1968, Qupperneq 45
ANNÁLL MÍMIS
Aðalfundur Mímis var haldinn 23. október
1967. Fráfarandi formaður Olafur Oddsson las
starfsskýrslu stjórnar. Síðan las og skýrði reikn-
inga fráfarandi gjaldkeri Jón Sigurðsson. Urðu
um þá umræður, en síðan samþykktir. Var
þeim tilmælum beint til væntanlegrar stjórnar,
að skildir yrðu að reikningar blaðs og félags og
haldin yrði dagbók yfir gjöld til auðveldunar
reikningsskilum að hausti. Næst var gengið til
kjörs nýrrar stjórnar, og hlutu sæti í henni
Helgi Þorláksson sem formaður, Brynjúlfur
Sæmundsson, sem tók að sér störf gjaldkera og
Jón Örn Marinósson, er tók að sér ritarastörf.
I nýja ritnefnd blaðs voru kjörnir Eiríkur Þor-
móðsson og Jón Hilmar Jónsson, en Guðjón
Friðriksson úr fráfarandi ritnefnd var til þess
valinn af henni að skipa þriðja sætið í þeirri
nýju. Ymsar tillögur komu fram (m. a. um að
semja texta við lög félagsins), og urðu um þær
umræður á fundinum, sem var fjölmennur að
vanda.
31. október var haldinn félagsfundur. Þar
ræddi prófessor Bjami Guðnason, forseti heim-
spekideildar, við félagsmenn um mál deildar-
innar, nám og námstilhögun. Einnig miðlaði
Silja Aðalsteinsdóttir nemendum á fyrsta stigi
B. A. náms af reynslu sinni af háskólanámi.
Fundurinn var fjölsóttur.
30. nóvember komu á fund í Mími þeir
kennarar Jón Guðmundsson og Jón Böðvars-
son og ræddu um ólíkt kennslufyrirkomulag í
íslenzku við skóla sína. Einnig töluðu Kristinn
Kristmundsson og Óskar Halldórsson gestir
fundarins auk félagsmanna, og höfðu margir
margt að segja að vonum. Varð fundurinn
hinn fróðlegasti, og mundu elztu menn ekki
aðra eins fundarsókn í sögu félagsins.
14. desember var haldin kvöldvaka. Stjórn-
uðu þeir Ólafur Ingólfsson og Böðvar Guð-
mundsson sýningu mynda úr ferðalagi félags-
ins til Vestmannaeyja frá umliðnu vori, en áður
flutti formaður frumsamda ferðasögu um þá
ferð. Spurningakeppni fór fram með nýju sniði
svo nefnd afstæðra spurninga keppni. Reyndi
þar mjög á andríki manna, og vann Ögmundur
Helgason til verðlauna. Þessu næst las Böðvar
Guðmundsson úr óprentuðum æskuljóðum
sínum. Loks fór fram orðaþraut.
Fyrsti fundur á hinu nýja ári var haldinn
fimmta febrúar, og flutti prófessor Sigurður
Nordal þar „Rabb um gamla karla'1 þ. e.
spjall um liðna tíð í íslenzkum fræðum. Er
þetta fjölmennasti fundur í sögu félagsins, og
sóttu hann um sjötíu manns. Varð fundurinn
hinn ánægjulegasti. A fundinum var samþykkt
að velja þá Gunnlaug Ingólfsson og Sigurgeir
Steingrímsson í nýja ritnefnd ásamt Jóni Hilm-
ari Jónssyni, sem var til þess valinn af fráfar-
andi ritnefnd.
13. marz flutti prófessor Hreinn Benedikts-
son erindi um „Stærðfræði og málfræði” á fél-
agsfundi, og þótti það forvitnilegt efni, enda
45