Mímir - 01.09.1968, Síða 9

Mímir - 01.09.1968, Síða 9
mjög ríkur). Hafi Brynjólfur gert út skip til ís- lands, er víst, að hann hefur unnið konungserindi þar allt það gagn, er hann mátti, og nú fylgir hann Þorgilsi til konungs, sem strax bannar Þorgilsi að fara til íslands (Þ.s. skarða 111). Þorgils dvelur átta ár í Noregi. Síðasta vet- ur sinn þar dvelur hann í Þrándheimi „með Eysteini hvíta, ok höfðu þeir sveit mikla af nor- rænum mönnum ok íslenzkum mönnum. Ey- steinn var bóndi góðr. Margt var annarra manna handgenginna með honum í bænum, bæði hirð- menn ok gestir. Konungr var eigi í bænum” (Þ.s. skarða 115). Þeir Þorgils og Eysteinn lentu í hinum mestu deilum við Knut jarl son Hákonar galins (dótmrsonar Sverris konungs og lengi valdamesta manns Noregs), og virðast þeir Þorgils hafa haft forysm fyrir konungs- mönnum í fjarveru konungs. „Eysteinn bóndi var svá vinsæll, at engi af bóndum var vinsælli" (Þ.s. skarða 117). Bóndi þótti virðulegur titill á þessum tíma (Dagfinnur bóndi, Sighvatur bóndi). Jarl vildi sjálfdæmi, en Þorgils neitaði og „Eysteinn segir, at Þorgils myndi vilja kon- ungsdóm á málinu" (Þ.s. skarða 117). Kon- ungur var ánægður með frammistöðu þeirra Þorgils og Eysteins. Vorið eftir 1252 sendi kon- ungur Þorgils, Gissur, Heinrek biskup og Finn- björn Helgason til Islands á skipi með Eysteini hvíta. Þórður kakali var eftir og Sigvarður. Ey- steinn hvíti bjó á Hólum um vemrinn hjá Heinreki (ísl.s. 477). Eysteins hvíta er fyrst getið hér á landi árið 1246, og fylkir hann þá liði Brands Kolbeins- sonar til Hauganesbardaga (Þ.s. kak. 75),* en síðan ekki afmr fyrr en nú, er hann kemur út 1252. Heinrekur biskup sýndi Eysteini hina mestu virðingu (Þ.s. skarða 139). Um þessar mundir voru helztu fulltrúar sjálfstæðis og * Til samanburðar má benda á, að Árni óreiða fylkir liði Snorra „á norrænu", þ. e. að norskum sið, ár- ið 1234 (ísl.s. 375). Hefur þótt akkur í að fá Eystein, norskan mann, til þessa starfs. Það er þó furðulegt, að Eysteinn eindreginn konungsmaður, skyldi taka að sér að fylkja liði gegn Þórði, hirð- manni, (sem Þórir tottur átti að reyna að koma utan). Eins og kunnnugt er vann Þórður sigur í þjóðveldis eða e. t. v. fremur helztu andstæð- ingar konungsafskipta, þeir Sturla Þórðarson og Hrafn Oddsson og deildu við Þorgils um Borg- arfjörð. Heinrekur biskup stefndi til sættafund- ar við Hrafn og Sturlu og kvaddi með sér Brand ábóta og Egil Sölmundarson í Reykholti, en hann var norskur í föðurætt. Með Heinreki fór Eysteinn hvíti. Þorgils hafði áður boðið mál þeirra á konungs dóm. „Þeir neituðu því skjótt" Sturla og Hrafn (Þ.s. skarða 131—2). Þegar komið var til sættafundarins hjá Armótsvaði í byrjun 1253, kölluðust Hrafn og Smrla „eigi konungsskipan vilja hafa á herðum. Eysteinn mælti: „Eigi mynduð þér þora þat at mæla, ef þér sætið jafnnær konungi sem nú biskupi. Mun þá sætt yðar sæmiligust, ef þér leggið allt á konungsvald ok færi hvárir tveggja útan". Þeir neimðu því þverliga, — „muntu eigi, Eysteinn, ráða sætmm manna, þótt þú þykkist góðr kaup- maðr..."" (Þ.s. skarða 145). Hefur konungs- erindi aldrei verið svarað jafn einarðlega og hér, svo að getið sé. Eysteinn talar eflaust af reynslu, er hann segir, að Hrafn og Sturla þyrðu eigi að mótmæla afskiptum konungs, ef þeir væru á hans fundi. Þetta hafa Hrafn og Sturla greinilega vitað, því að þeir urðu ekki hand- gengnir konungi, fyrr en eftir lok þjóðveldis. Haustið 1253 hélt Eysteinn utan á skipi sínu, en það brotnaði og fórst hann. Tímabilið 1252—56 einkenndist mjög af áköfum erindrekstri Heinreks biskups á Hól- um, sem var útlendur líklega norskur. Hann beitir mjög þeirri aðferð að etja mönnum sam- an, en kemur svo fram tillögum um, að menn leggi mál sín í dóm konungs og sættist. Yndi Heinreks og eftirlæti var Eyjólfur ofsi, og þyk- ir víst að Heinrekur hafi verið í vitorði með þessum bardaga, vegna þess, að menn í liði Brands höfðu verið fengnir til að flýja og koma af stað flótta sem þeir gerðu. Vaknar þá sá grunur, að Eysteinn hafi verið í vitorði um þetta og komið flóttamönnum Þórðar fyrir í fylkingu Brands, en þeim hefur verið nauðsyn að vera framarlega af eðlilegum ástæðum. 9

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.