Mímir - 01.09.1968, Page 14
en 42822 árið 1759 og hafi landsmönnum því
fækkað um 5977 á þessum árum.1 Hannes
biskup segir, að landsmönnum hafi fækkað um
6224 á þessum tíma,5 og ber þeim aðeins á milli
um 247 manns. Er þetta alltof lítill munur, ef
tekið er tillit til missagnar þeirra Hannesar og
Hammeleffs um árið 1757, sem áður er minnzt
á. Hlýtur því víðar að vera misræmi í heim-
ildum þeirra.
Jón Eiríksson segir í formála sínum að Is-
lands Opkomst:
... siden den sidste dyre Tid, fra 1750 til 1758,
regnes at have, paa noget nær, skilt Landet ved
12000 Mennesker.0
Þessi tala er lægri en skýrslur Hammeleffs
sýna, en samkvæmt þeim létust 16914 frá 1750
—1758. Andlátstala verður hæst árið 1758, en
þá deyja 78, 1 af þúsundi, og verður það aðeins
tvisvar meira frá 1735—1895 (þ. e. 1784 og
1785).7
Um allar þessar tölur sjá töflu og myndir.
Tala dauðra fer ekki upp fyrir tölu fæddra
fyrr en 1752. Þó verður vart tilhneigingar í
þessa átt árið 1751. Þá deyja 28,8%o, en 22,6%0
1750. Hannes biskup telur hallæri hafa byrjað
1751,8 og Hrafnagilsannáll hefur eftir manni,
að það ár hafi á tilteknu svæði á norðanverðu
Austurlandi dáið úr harðrétti 44 manneskjur.0
Olfusvatnsannáll segir þar hafa dáið 70 mann-
eskjur úr vesöld, „sem sannspurðist”.10 I þings-
vitnum um harðindi, teknum í Þingeyjarsýslu
23. ágúst 1751, segir, að í þeirri sýslu hafi
nokkrir látizt af hungri það vor.11 Hefur þetta
harðæri haft eitthvað víðtækari afleiðingar og
sennilega orðið drýgst til hækkunar á dánar-
hlutfalli það ár. Árið 1752 er dánarhlutfall
35,4%o, og fer þá dánartala upp fyrir fæðingar-
tölu, eins og áður er sagt. Hallærið er þá ekki
enn orðið almennt, en Olfusvatnsannáll segir
það víðast í Austurfjórðungi og sums staðar
fyrir norðan. Sami annáll segir frá allmann-
skæðri kvefsótt.12 Grímsstaðaannáll segir:
... krankfellt sumar og haust, og deyði margt fólk,
sérdeilis ungbörn og gamalt fólk .. ,13
Olafur Árnason, sýslumaður í Haga á Barða-
strönd, segir í bréfi til stiftamtmanns 15. sept.
1752, að fólk hafi fallið af matarleysi, vegna
þess að afli hafi brugðizt í öllum verstöðvum
í sýslunni haustið á undan.14
T A F L A
í Hólastifti 2 í Skálholtsstifti 3 Á ÖIIu landinu 4 Dauðir
Ár Mannfjöldi 1 Fæddir Dauðir Fæddir Dauðir Fæddir Dauðir af 1000 5
1750 48501 429 325 1131 759 1560 1084 22,6
1751 48799 417 403 1277 993 1694 1396 28,8
1752 48508 405 481 1034 1249 1439 1730 35,4
1753 48430 426 451 1031 1084 1457 1535 31,6
1754 48476 468 377 1134 1179 1602 1556 32,2
1755 48298 346 413 996 1107 1342 1520 31,4
1756 47280 315 870 823 1286 1138 2156 44,6
1757 45924 189 1102 843 1286 1032 2388 50,6
1758 43461 261 345 855 3234 1116 3579 78,1
1759 42822 354 196 652 1449 1006 1645 37,8
1760 43274 385 162 1039 810 1424 972 22,7
Heimildir: Dálkur 1 er gerður samkvæmt útreikningum Arnljóts Ólafssonar í „Um mannfjölda á íslandi"
í fyrsta bindi af Skýrslum um Landshagi á íslandi. I—V. Kh. 1858—1875. Tölur í 2. og 3. dálki eru úr
útdrætti Hammeleffs í VI. bindi Lærdómslistafélagsritanna, bls. 264, og tölur í 4. dálki eru fengnar með
því að leggja saman tölur í 2. og 3. dálki. Loks eru hlutfallstölurnar í 5. dálki fengnar úr grein Páls
Briems: „Yfirlit yfir Sóttvarnarlög íslands" í II. bindi Lögfræðings I—V. Akureyri 1897—1901.
14