Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 23

Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 23
þessu athuguðu þykir mér ótilhlýðileg sú tilgáta Sigurðar Nordals, að Egill kunni að hafa sagt söguna um jarlsdóttur og ort í orðastað hennar til að sýna fram á kvenhylli sína á yngri árum. Hugmynd Nordals er sú, að Egill hafi hnoðað saman vísu jarlsdóttur til að sanna „að lítt hafi konur hætt að honum á yngri árum (sbr. Ungr þordak vel forðum)" (ísl. fornrit II bls. XIII). Ætla má, að með þessum orðum og þessari tilvitnun sé Nordal að láta að því liggja, að vís- ur Egils um Asgerði séu ortar af honum á efri árum, en samkvæmt sögunni er hann aðeins 25 ára gamall, þegar hann yrkir Okynni vensk, ennis / ungr þorðak vel forðum . . . Mér er ekki kunnugt um, að nokkur fræðimaður hafi annars borið brigður á upphaf þessarar vísu, enda væri það með ólíkindum, svo vel sem hún hæfir sín- um stað í sögunni og lýsir vel hugarástandi Egils á þeim tíma. Oneitanlega virðist það samt ein- kennilegt, að Egill skuli fjalla um sjálfan sig sem mann, ekki ungan, þegar hann er aðeins 25 ára. Hann er heldur ekki nema 35 ára, þegar hann yrkir aftur eins og væri hann roskinn maður: ... ,,ungr gatk ok lce launat, / landrekstr, bili grandat". (29. vísa). Svo undarlegt sem þetta kann að virðast, er þó miklu ólíklegra, að Egill hafi ort þessar vísur á gamals aldri heldur en á þeim tíma, sem sagan segir. Hafi Egill þótzt vera orðinn gamall, þegar hann var 25 og 35 ára, hefur honum ekki þótt það hár aldur, þegar hann var orðinn aldraður. Hvers vegna tekur Egill þá svona til orða í 23. og 29. vísu? Ef skoðað er skapferli Egils, sem kemur svo skýrt fram í hinum persónulegu vísum hans, þarf enginn að undrast þetta. Egill getur aldrei á sér setið að vera að skopast að lýtum sýnum með kaldhæðni hins gáfaða tilfinningamanns. Hann kallar sig svartan og ljótan og rotinskalla í vísum sínum, og hefnir sín þannig í ljóði á ljótleika sínum, sem angraði hann vissulega mikið áður en hann fékk Asgerðar. Samskonar eðlisþáttur er kaldhæðnisleg sjálfshirting hans, sem kemur fram í því að væna sjálfan sig um elliglöp. Ef eitthvað gengur illa, refsar hann sjálfum sér, og stappar í sig stálinu um leið með því að bregða sér um gamlingjahátt og brýnir sjálfan sig með því að yrkja um það dul- búið, að einhvern tímann hefði hann nú ekki lát- ið sér þetta eða hitt fyrir brjósti brenna. En nú skai aftur tekið til við það sem frá var horfið, er þessi risavaxni bardagamaður var bjargarlaus gagnvart ástinni, þegar hann var kominn til Noregs og dvaldist með Asgerði að Arinbjarnar. Nú loks kom að því, að kappann skorti bæði kjark og dug. Það var lítill vegur að berjast einn við átta og við ellefu tvisvar, en að biðja sér konu eða tjá henni ást sína var ekki árennilegt. Að höggva mann og annan var lítill vandi, eða bíta menn á barkann, en við konur þurfti önnur handtök, sem ekki voru eins töm. Egill drúpir höfði og stingur nefi í feld sinn haustlangt. Nú fá geðshræringar hans helzt út- rás í vísum, sem hann yrkir til að fela nafn Asgerðar í torráðnum kenningum. I sömu vís- um hefur hann ófríðleik sinn í flimtingum, en Agli vex hann jafnan í augum, er hann hugsar um Asgerði og ber sjálfan sig saman við Þórólf. 'Skýr dæmi um það, hversu erfitt Egill á með að tjá hug sinn og hjarta og að umbera eigin sál- arþjáningar, eru tilfinningaumbrotin áður en hann fær Asgerðar og aðdragandi Sonatorreks. Það er mjög að honum sorfið, þegar hann fæst til að tjá helgustu tilfinningar sínar, sem eru svo sterkar, að einungis skáldskaparlisin fær tjáð þær. Arinbjörn fær vin sinn með nokkrum eftir- gangsmunum til að segja sér, hvað ógleði hans ylli. Allt er segjandi vini sínum, og Egill flytur Arinbirni hinar óræðu vísur, trúir honum fyrir tilfinningum sínum og biður hann hjálpar. Það er auðsótt mál. Arinbjörn skerst í leikinn, og er skemmst frá því að segja, að þessi ráð takast. Egill fær Ásgerðar og gerist nú kátur, enda virðist hún ekki láta ófríðleik hans neitt á sig fá. Þótt ævi Egils Skallagrímssonar væri róstur- söm eftir þetta, var ást hans á Ásgerði sönn og söm allt til loka, en ekki er eytt að því mörgum orðum í Egils sögu. Hann lenti í stórdeilum út af arfi hennar. Þá baráttu háði Egill ekki um 23

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.