Mímir - 01.09.1968, Qupperneq 24
fémuni eina, heldur til að knýja fram viður-
kenningu á því, að kona hans væri frjálsborin
og réttborin til arfs, en ekki þýborin. Baráttan
fyrir sæmd hennar, Egils sjálfs og barna þeirra,
verður öllu ofar, og aldrei skal ættin una órétti
eða þola rangindi.
Egill flutti Asgerði og stjúpdóttur sína með
sér til Islands á ný, og þau bjuggu að Borg. Þau
eignuðust mannvænleg börn, þótt þau væru mis-
jafnlega kær hinum skapstóra föður. Mesta raun
ævinnar hittir Egil, er hann missir tvo syni sína
unga með stuttu millibili. Annar dó á sóttarsæng,
en hinn drukknaði. Þá bugast þessi hugumstóri
einstaklingur af harmi, svo að hann vill ekki
lifa lengur. Þessara harma getur hetjan ekki hefnt
á höfuðskepnunum, þótt hann vilji helzt skora
Rán og Ægi á hólm. En sniild sögunnar er hvað
mest einmitt hér, þar sem listin ber sigurorð af
dauðanum, og Egill snýr við á braut Heljar og
yrkir Sonatorrek, dýrmæta perlu andagiftar og
orðsins listar. Að lokum er ljóðlistin sú íþrótt,
sem Egill á göfugasta, og aðrar hetjudáðir hans
vega lítt til jafns við hana.
Þótt þáttur Asgerðar sé hógvær í Egils sögu,
er hann drjúgur, sterkur og farsæll. Ferill henn-
ar er ekki á yfirborðinu, en hún er grunntónn í
lífi manns síns og sögu hans. Hér að framan er
greint frá stuttri lýsingu sögunnar á Asgerði,
þegar hún fór kornung utan til Noregs. Það eru
engar hrópandi fullyrðingar í þeim orðum, en
öllu glæsilegri kvenlýsing finnst samt ekki í
sögum. Hún er bæði fögur og gáfuð, og hún er
vel menntuð á þeirra tíma vísu. I gegnum alla
söguna stafar frá henni kvenlegum þokka og
hógværð. Það er athyglisvert, að í Egils sögu er
engin bein ræða Asgerðar og raunar engin óbein
ræða hennar heldur. Þetta er merkilegt, þegar
hafður er í huga sagnastíllinn og það, hversu
stóru hlutverki hún gegnir í sögunni.
Hún er líka hljóðlát frásögnin um samskipti
hjónanna Asgerðar og Egils og fátt sagt berum
orðum. En allt bendir til þess, að sambúðin hafi
verið góð. Frásögnin um hnupl þeirra mæðgin-
anna Asgerðar og Þorsteins á slæðum Egils bend-
ir til ástríkis móðurinnar, sem reynir að brúa
bilið milli barnanna og hins stríðlynda og fast-
heldna föður. Hversu mjög Egill mat konu sína,
má meðal annars sjá af því, að hann hafði hana
utan með sér í fyrstu utanförinni eftir brúðkaup
þeirra, en siíkt var ekki venja manna. Þegar
Egill fer svo síðar afrur utan, felur hann ekki
ráðsmanni búið til gæzlu heldur Asgerði konu
sinni. Þegar hann hafði ort Sonatorrek, „þá færði
hann það Asgerði ... ", segir í sögunni. Hún er
fyrst tilnefnd þeirra, er hann flutti kvæðið, en
ekki t. d. Þorgerður, dóttir hans, sem fékk hann
til að yrkja það, og honum þótti mjög vænt um.
Hér verður lokið við að rýna i hina hófsömu
frásögn Eglu um ást Egils Skallagrímssonar.
Henni lýkur með þessum orðum: „Litlu eftir
þetta andaðist Asgerður. Eftir það brá Egill
búi. . . fór þá suður til Mosfells til Gríms, mágs
síns, því að hann unni mest Þórdísi, stjúpdóttur
sinni, þeirra manna, er þá voru á tífi".
Hvergi er sterkar að orði kveðið beinlínis í
sögunni um það, að Egill hafi elskað Asgerði en
einmitt með þessum mjög svo hófsömu orðum:
„ . . . hann unni mest Þórdísi, stjúpdóttur sinni,
þeirra manna, er þá voru á lífi"., þ. e. þegar
Asgerður var látin. Þessi úrdráttur eða hófsemi
veldur því, að frásögnin verður miklu áhrifa-
meiri í allri sinni hlédrægni en ella, og er ástar-
saga Egils eitt bezta dæmið um þetta listræna
stílbragð í íslendingasögum.