Mímir - 01.09.1968, Side 47
að kynnast þeim yngri og fá þá til samstarfs.
Mun vöxtur og viðgangur Mímis væntanlega
verða mjög háður starfskröftum hinna yngri
á næstunni. Félagið útvegaði félagsmönnum
Islenzk fornrit með miklum afslætti í desember
s. 1. og einnig Rímnafélagsrit. Seldust um 300
eintök fornrita og talsvert af Rímnafélagsritum.
Oánægja ríkir í Mími með herbergi félagsins.
Þess vegna sótti Mímir fast að fá herbergi sem
deildafélög í væntanlegu félagsheimili, og var
það samþykkt í hagsmunanefnd SHI í vetur.
Þykjast menn nú sjá hilla undir félagsheimili.
Ein merkustu þáttaskil í sögu stúdenta í
heimspekideild urðu s. 1. vor, er prófessorar
deildarinnar gengu að ósk stúdenta um að eiga
fastan fulltrúa á fundum deildarinnar. Sat
Kristján Arnason fyrsta fund sem fastur fulltrúi,
en undanfarið hefur undirritaður gegnt störfum
sem fastur fulltrúi. Eru mörg merk mál til um-
ræðu um þessar mundir. Hér skal aðeins getið,
að ákveðið hefur verið að framvegis skuli aðeins
viðhöfð lokapróf í áföngum. Þarf einkunnina
sjö úr hverjum áfanga til kand. prófs, en fyrstu
eink.unn til meistaraprófs. Heimilt er að taka
fleiri en einn áfanga við lok hvers misseris. Þá er
og kandídatspróf í íslenzkum fræðum úr sög-
unni, en gert var ráð fyrir þess konar prófi í
Auglýsingu um staðfestingu handhafa valds
forseta Islands á breytingu á reglugerð nr. 76/
1958 fyrir Háskóla íslands (1965) 54. gr. I.C.
S.l. vetur sat formaður Mímis sem fulltrúi
félagsins í hinni svonefndu Stóru samstarfs-
nefnd vegna hátíðarhalda 1. des. n. k. Hefur
margt verið rætt þar, en fátt ákveðið. Skipuð hef-
ur verið ritnefnd fimm manna til útgáfu sérstaks
hátíðarrits, og tilnefndi SMI tvo menn, SFHI tvo
og Mímir einn. Voru tilnefndir þrír Mímismenn
í þá ritnefnd. Einnig var Mími falið að tilnefna
einn mann í þriggja manna dómnefnd um hátíð-
arljóð, og er alþjóð kunn niðurstaða hennar.
Blað félagsins kemur út með líku sniði og
verið hefur. Ritnefnd innir ávallt mikið starf af
höndum, og ber að þakka það nú sem fyrr.
Háskólayfirvöld hafa styrkt útgáfu blaðsins og
félagsstarfið fjárhagslega, og er rétt að þakka
það hér svo og öllum, sem stutt hafa félag og
blað á einn eða annan hátt.
Helgi Þorláksson.
Skólavörðustíg 19 — Reykjavík
Pósthólf 310 — Sími 17500
BLAÐ
ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU
TIL SJÁVAR OG SVEITA
47