Mímir - 01.09.1968, Side 34
Annað höfuðskáld Vísnabókarinnar var síra
Jón Bjarnason á Presthólum, og er hann í tölu
þeirra skálda, sem mest er varðveitt eftir. Ný-
stárlegast í kveðskap síra Jóns eru biblíurímur
hans í Vísnabókinni, t. d. rímur af Tobíasi,
Síraksrímur o. fl. Rímurnar eru einfaldar í snið-
um og liðlega ortar. Ekki verður þó sagt, að
þessi tegund rímna hafi orðið vinsæl, enda fetuðu
fáir í fótspor síra Jóns í þessu efni.
Tveir bræður lögðu allmikið af mörkum til
Vísnabókarinnar, þeir síra Olafur og síra Sigfús
Guðmundssynir, en síra Olafur var og höfuð-
þýðandi sálmabókarinnar, sem út kom 1589- I
Vísnabókinni á Olafur þrjú kvæði, og er Elli-
kvæði þeirra bezt. Kvæðið fjallar um mun æsku
og elli og varð mjög vinsælt. Sigfús á sex kvæði
í Vísnabókinni, og bera þau höfundi gott vitni.
Sem dæmi um kvæði Sigfúsar má nefna Hug-
raun. Skáldið lýsir þar freistingum sínum og
leitar loks trausts hjá guði.
Síra Olafur Einarsson, sonur Einars Sigurðs-
sonar, á tvö kvæði í bókinni. Annað þeirra,
„Samjafnan þessarar aldar, sem nú er, og hennar,
sem verið hefur", er hvatningarkvæði. Kvæðið
er lof um liðna tíð, og reynir skáldið að tala
kjark í þjóð sína. Kvæðið er snjallt ádeilukvæði,
en athyglisverðast er, að klerkur skuli líta sakn-
aðaraugum til kaþólsks tíma, og bendir það til
þess, að ekki hafi allir verið ánægðir með þær
breytingar, sem hinn lútherski siður hafði í för
með sér.
Enn eru ótaldir tveir menn, sem hlut áttu að
Vísnabókinni. — Arngrímur lærði á eitt kvæði
í bókinni, „Ein ágæt minning herrans Jesú
Christi pínu", og auk þess „lagfærði" hann Lilju,
eins og áður var getið. Síra Magnús Olafsson í
Laufási á og tvö kvæði í bókinni, og er annað
þeirra, Ad lectorem, nokkurs konar kvæði til
V ísnabókarinnar.
Vísnabók Guðbrands hefur að geyma nokkur
kvæði, sem hvergi eru varðveitt annars staðar,
t. d. Heimsósóma Skálda-Sveins, og nægir það
eitt til þess að halda nafni hennar á loft. En
merkust er Vísnabókin þó e. t. v. fyrir þá sök,
að hún varpar skýru ljósi á baráttu hins gamla
tíma og nýja.
Guðbrandur náði ekki tilgangi sínum með
Vísnabókinni, rímur og annar veraldlegur kveð-
skapur stóðust allar árásir hans, og munu fáir
harma það. Hitt er vafalaust, að með áróðri sín-
um hækkaði Guðbrandur verulega veg andlegs
kveðskapar.
tommm „
hafa styrkt útgáíu þessa blaðs
með fjáríramlagi
MÍMIR þakkar velvildina.
34