Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 22

Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 22
hressari eftir að hafa vegið mann og aflað sér óvina. Hann fer síðan með Þórólfi í víking, og nú verða þeir bræður samrýndir mjög, enda háir aldursmunur ekki félagsskap þeirra lengur. Egill er fullgildur víkingur, og eitt gengur yfir báða. Þeir leituðu til Englands og börðust í liði Aðalsteins konungs í orustunni á Vínheiði 937. Þar féll Þórólfur. En maður skal eftir mann lifa, og nú fær ekkert aftrað Agli frá því að fara austur til Noregs, þótt hann væri útlagi Eiríks konungs, til þess að kanna hagi Asgerðar og huga að erfðamálum bróður síns. Arinbjörn vinur hans var þá orðinn hersir og setztur að búi. Hann bauð Agli til sín. ‘Þar var Asgerður líka á vist ásamt dóttur þeirra Þórólfs, er Þórdís hét. As- gerður varð harmi lostin við fregnina um fall Þórólfs, og gegndi fáu því, sem Egill ræddi um. Nú verður ofurhuginn hart leikinn af tilfinn- ingunum á ný. Bardagamaðurinn, sem öli ráð kunni í bardaga og ekkert stóð fyrir í hinum skæðustu mannraunum og fólkorustum, verður niðurbeygður af hugarvíli frammi fyrir þeirri konu, sem hann ann. Það leiðir af líkum, að aðrar konur höfðu orðið á vegi hins víðförla víkings, þegar hér var komið. Þó fer af því engum sögum utan einu sinni, nokkru eftir brúðkaup Asgerðar og Þór- ólfs og að lokinni happasælii ránsferð til Kúr- lands. Sú frásögn er stutt og með úrdrætti og getur ekki haft annan tilgang en þann að sýna, að Egill er ekki svo ólögulegur, að hann njóti ekki hylli kvenna, enda hlaut líka skáldskapar- gáfa hans og orðheppni að vega upp á móti ófríðleikanum. Það var í veizlu, að Egill tók til jarlsdótmr nokkurrar, er hafði gefið honum und- ir fótinn með vísu, og setti hana niður hjá sér og lét fylgja aðra vísu á móti með skýrslu um unnin afrek. Urðu þau allkát og drukku saman um kvöldið. Daginn eftir var veizlu fram hald- ið, en lesendur mega geta í eyðurnar. Hér skal bætt við nokkmm orðum varðandi tilurð þessa söguþáttar um ástarævintýri Egils. Það er óumdeilt, að kveikja Egils sögu og uppi- staða eru vísurnar og arfsagnir, sem margar era taldar frá Agli sjálfum runnar, enda varð hann gamall og komst á raupsaldurinn. I sögunni sjálfri er beinlínis frá því sagt, að Agli hafi þótt gott að ræða um stórvirki sín. Frásagnir Egils höfðu sérstaklega góð skilyrði til að varðveitast frá kynslóð til kynslóðar, þar sem Borg var í ætt Mýramanna öldum saman. Ættin var rík og voldug og hefur áreiðanlega viljað viðhalda af- rekum ættföðurins. Höfundur Egils sögu hafði því vísur og arf- sagnir til að vinna úr og auk þess einhverjar skráðar heimildir. En þetta nægði ekki til að skapa iistræna sögu. Astarsaga Egils er hagleiks- smíð höfundar. Hún er sérstæð í söguheildinni, þótt hún falli óaðfinnanlega að henni. Ekki er líklegt, að frá Agli sjálfum séu aðrar arfsagnir runnar en þær, sem fjalla um bardaga og hættur. Egill er hinn dæmigerði Víkinga- aldarmaður. Víkingar hældust mjög um af af- rekum sínum, og skáldmæltir víkingar þeim mun meira og eftirminnilegar sem skáld- skapur var í hávegum hafður og numinn. Þeir ortu líka stundum um konuna, sem þeir elskuðu, en það er fráleitt að þeir hafi hælzt um af kvennafari sínu. Slíkt var ekki hetjudáð og sam- ræmdist ekki siðfræði Víkingaaldar. Söguþáttur- inn um jarlsdóttur þjónar vissum tilgangi frá hendi höfundar eins og áður er greint frá. Fyrir hendi var vísa: „Farið hefk blóðgum brandi” . . . og þessi heimild er kveikja söguþáttarins. Þessa vísu gæti Egill hafa ort á ýmsum tíma, við margs konar tækifæri, og hún þarf raunar alls ekki að vera tækifærisvísa. En hún er óneitanlega vel til þess fallin, að ungur víkingur fari með hana fyrir unga stúlku. Þetta hefur höfundur notfært sér, og vísu jarlsdóttur var auðvelt fyrir hann að setja saman, enda ekki gerðar sterkar kröfur til kornungrar stúlku í skáldskaparlist- inni. Það má nefna fleiri dæmi um þau vinnu- brögð höfundar að raða vísum Egils inn í sög- una eftir því, sem honum þótti haganlegast eða sennilegast. Vísur Egils um Eirík konung og Gunnhildi drottningu (28. og 29. vísa) eru t. d. taldar hafa verið ritaðar á níðstöngina, en höf- undur setur þær annars staðar í söguna. Að 22

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.