Mímir - 01.05.1972, Side 4

Mímir - 01.05.1972, Side 4
ALFRÆÐI MENNINGARSJÓÐS Hafin er útgáfa ritflokks undir fyrrgreindu heiti, og er ætlun- in að í þeim flokki komi út uppflettirit um margvísleg fræði, þar sem hverjum einstökum efnisflokki um sig eru gerð skil í alfræðibókarformi í handhægri bók. Höfundar eru íslenzkir. Verði þessari nýjung vel tekið, ætti að mega vænta útkomu tveggja til þriggja binda alfræðisafns á ári um nokkurra ára skeið. Hver bók verður að jafnaði 120—200 bls. að stærð og myndskreytt eftir þörfum. Þær bækur, sem nú koma út, og verða því hinar fyrsm af Alfrœðiritum Menningarsjóðs, eru þessar: Bókmenntir, eftir Hannes Pétursson skáld. Ritið hefur að geyma uppflettiorð, er snerta allar greinar bókmenntafræði, en megináherzla hvílir á íslenzku efni. Stjörnufræði — Rímfræði, eftir dr. Þorstein Sæmundsson. Bókin skiptist í tvo hluta og fjallar fyrri hlutinn um stjörnu- fræði, geimvísindi og skyld fræði, en hinn sxðari um rímfræði, öðru nafni tímatalsfræði. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.