Mímir - 01.05.1972, Side 9
Baitans nokkurs í þeim tilgangi að finna eyði-
eyju, en heldur er sú frásögn óljósari.
Auk þess geta tvær norskar heimildir um
papa. Er þar fyrst að nefna Noregssögu
munksins Theodórícusar, sem rimð er á latínu
seint á 12. öid Er frásögnin mjög lík frá-
sögn Ara. Þá er minnzt á papa í Historia
Norvegiæ, latnesku riti frá 12. eða 13. öld.
Brýmr sú frásögn algerlega í bága við aðrar
heimildir, hvað varðar trú og uppmna papa.
Er mikill þjóðsagnablær á frásögn þessari og
heimildargildið líklega lítið.
Vitað er, að írskir munkar ferðuðust mikið
á þeim tíma, er líklegt er, að þeir hafi komið
hingað. Fóru þeir bæði í trúboðserindum og til
að finna eyðilega staði, þar sem þeir gæm alveg
gefið sig trúnni á vald. Sótmst þeir mjög eftir
afskekkmm og eyðilegum eyjum, og því skyldu
þeir þá ekki hafa komið til Islands?
I tímaritinu Sögu 1970 er grein eftir Trausta
Einarsson, þar sem hann veltir fyrir sér fundi
íslands og aðferðum manna fyrr á tímum við
að finna land. Bendir hann m. a. á farfugla
og skýjamyndanir yfir fjöllum sem fyrirboða
lands. Einnig bendir hann á þá staðreynd, að
mjög margir landnámsmanna höfðu með sér
írska þræla. Mætti hugsa sér, að suma þeirra
hafi landnámsmenn einfaldlega tekið með sér
sem leiðsögumenn, þar sem Irar voru á þessum
tíma miklir sjóferðamenn, og þekktu vel hafið
norður af Irlandi. Hefðu þeir getað aflað sér
fróðleiks um landið frá munkum þeim, sem
þangað höfðu farið. Það er einnig athyglivert,
að þeir Garðar Svavarsson, Naddoddur og
Hrafna-Flóki, sem fyrstir norrænna manna eru
taldir hafa komið hingað til lands, voru allir á
einhvern hátt tengdir eyjunum vestur og norður
af Skotlandi. Garðar átti suðureyska konu, eins
og segir í Hauksbók Landnámu:
„hann fór til Suðreyja at heimta fpðurarf konu
sinnar."!5
Naddoddur átti ættingja vestanhafs, og Flóki
hafði á skipi sínu suðureyskan mann, sem hét
Faxi.
Allt bendir til þess, að landnámsmenn hafi
haft vitneskju sína um Island frá þessum eyjum,
og því þá ekki frá einsetumönnum, sem þang-
að höfðu farið?
II. írsk frumkristni og munkarnir
1.
Arið 55 f. Kr. fór Cæsar til Bretlands og
lagði suðurhluta landsins undir sig. Þar bjuggu
þá keltneskir þjóðflokkar, sem við köllum
Breta, og er mál þeirra enn talað í Wales. A
Irlandi bjuggu einnig Keltar, og voru þeir
fjórði þjóðflokkurinn, sem gerði þar innrás og
eitthvað er vitað um. Hin ritaða saga Irlands
hefst árið 431 með Ulaztír-annálunum, og er
þá einnig notkun latneska stafrófsins tekin upp.
Ymislegt er vitað um það, sem gerðist fyrir
þennan tíma, þó annála vanti. Helztu heimildir
eru forn málstig, sem geta varpað Ijósi á forna
menningu og þjóðflutninga, fornleifafræðin, og
loks fjöldinn allur af þjóðsögum og þjóðkvæð-
um.
Einhvern tíma eftir 431 komust lærðir menn
á Irlandi að því að ekkert var skrifað um Irland
í sögunni, og ákváðu að bæta úr því. Arang-
urinn varð „Lebor Gabála" (Landvinningabók-
in), annálar frá tímabilinu fyrir kristnitöku og
fjöldinn allur af helgisögum og ættartölum.
Próf. T. F. O’Rahilly hefur rannsakað þetta
tímabil í sögu Irlands og komizt að eftirfarandi
niðurstöðu:
Vitað er um fjórar innrásir í Irland. Fyrstir
komu Priteni, líklega um 500 f. Kr., á írsku
nefndir Cmthin og síðar þekktir sem Péttar á
Skotlandi. Næstir komu Fir Bolg eða Builg og
svo Laginianar, líklega á 3. öld f. Kr. Tveir fyrr-
nefndu þjóðflokkarnir komu frá Bretlandi, hinn
þriðji beint frá Gallíu. Líklega töluðu þeir allir
brezkar mállýskur. Fjórðu innrásina gerðu
Geðlar líklega á 1. öld f. Kr. Töluðu þeir mál,
sem er forstig gelískunnar í dag, og komu beint
frá meginlandinu.16
Péttar bjuggu á norðanverðu Skotlandi, á
Suðureyjum, og á tímabilinu um 300—800
heyrðu íbúar Orkneyja og Hjaltlands péttneska
9