Mímir - 01.05.1972, Síða 12
siðbót. Þessir menn nefndu sig „céli dé'' (kúldea)
eða „förunauta Guðs". Af þeim er dregið heiti
írsku og skozku kirkjunnar, er hún er nefnd
kúldeiska kirkjan. Var nú lögð meiri áherzla á
meinlætalifnað en lærdóm í klausturlífinu. Ein-
semmannalifnaður hafði aldrei lognast út af á
Irlandi, en jókst nú mjög. Þetta voru ekki
lengur aðeins einstaklingar, heldur fóru þeir
oft saman í hópum. Kúldearnir héldu sig mikið
kringum Dyflini, og var eitt klaustra þeirra þar
í Tallaght. Þeir voru mjög siðavandir, sögðu
m. a. að konum væri eigi treystandi. Virðast
þeir hafa verið að reyna að endurvekja aga
þann, er var í frumkirkjunni írsku. Áður höfðu
einsemmenn farið pílagrímsferðir víða um lönd,
en nú bönnuðu ábótar munkum sínum slíkar
ferðir út úr landinu. Sögðu þeir sem svo, að
Guð væri alls staðar; ekki þyrfti að fara yfir
hafið til að finna hann. Kemur þetta oft fram
í ævisögum hinna ýmsu dýrlinga. Hreyfing þessi
var sérstaklega voldug í suðurhluta landsins.
Klaustrin voru menningarmiðstöðvar lands-
ins. Þau vom reyndar misstór; þau stærsm töldu
nokkur þúsund munka og nemendur. Umhverfis
þau tók að blómgast margs konar starfsemi,
eftir því sem þörf krafði, svo sem húsagerð,
bókagerð, bátagerð, fæðuöflun o. fl. Voru
klaustrin sjálfum sér nóg í þessum efnum og
uppfylltu með tímanum þörf héraðanna í kring.
Klaustri var oft valinn staður á eyðilegum, af-
skekktum stað, sem erfitt var að nálgast. Þrátt
fyrir misjafna stærð var skipulag yfirleitt hið
sama. Á dögum Adomans ábóta vom enn á
lífi nokkrir þeirra munka, sem komu í klaustr-
ið á Eynni helgu á dögum stofnandans sjálfs,
og gefur Adomnan í ævisögu heilags Kolum-
killa nokkuð góða mynd af klaustrinu í upp-
hafi.
Hjarta klausmrsins var kirkjan. Upphaflega
munu kirkjur á Irlandi hafa verið trékirkjur.
Byggingarstíll þeirra var mjög sérstæður og
í engum tengslum við hinn vesmrevrópska á
sama tíma. I frásögnum er alltaf talað um tvær
gerðir. Ekkert er nú eftir af kirkjum þessum,
og hefur fornleifafræðin lítið Ieitt í ljós. Fýrsm
steinkirkjurnar virðast þó hafa tekið þær sér
til fyrirmyndar að einhverju leyti, en þær eru
líklega ekki eldri en frá 9. öld. Ef þær voru til
fyrir þann tíma, þótti ástæða til að gefa þeim sér-
stakt heiti, og nefndust þær „damliag". Var það
aðallega á Vesmr-Irlandi, þar sem grjót var eina
byggingarefnið. Kirkjur vora litlar og ferhyrnd-
ar að lögun. Er klaustrin stækkuðu, virðast
munkarnir ekki hafa stækkað kirkjur sínar,
heldur byggt nýjar. Stóðu þær oft í útjaðri
klaustursins, stundum afmarkaðar hlöðnum
steinveggjum. Oskipulega umhverfis höfuðkirkj-
una stóðu kofar munkanna, og bjó hver í sín-
um kofa. Kofi ábótans stóð eitthvað afsíðis.
Sums staðar hafa þetta upphaflega verið tré-
kofar, og hefur það m. a. komið í ljós við upp-
gröft á Church Island undan vesmrströndinni.
En fljótt leystu steinbyggingar trékofana af
hólmi og hafa þeir líklega verið af þeirri gerð
allt frá upphafi á vesturströndinni. Með sínu
einfalda byggingarlagi hafa þeir haldið velli
allt til þessa dags. Þeir eru oftast hringlaga og
þakið kúpt sem býkúpa. Umhverfis munkabyggð
var oftast hlaðinn steinveggur, meira eða minna
hringlaga. Nefndist hann „vallum monasterii"
og er oft nefndur í sambandi við keltnesk
klausmr. Hlutverk hans gæti verið tvíþætt:
Annars vegar til varnar klaustrinu, hins vegar
táknræns eðlis, og táknaði hann þá útilokun
umheimsins frá klaustrinu. Líklega er hið síðar-
nefnda nær lagi, þar sem veggir þessir era ekki
líklegir til að hafa komið klaustrinu sjálfu að
miklu gagni, ef á það var ráðizt. A. m. k. kom-
ust víkingar allra sinna ferða, er þeir hófu að
ráðast á og ræna írsk klaustur árið 795.
Auk íbúðarkofa munkanna vora þarna kof-
ar til sameiginlegra nota, svo sem borðsalur, eld-
hús, bókasafn og skriftarherbergi. Einnig höfðu
þeir smiðju og handverksstofu. Utan virkisgarðs-
ins var ræktað iand og hagar, og var það eign
klausmrsins. Þar voru einnig bóndabæir, korn-
milla og kalkofn.21
Keltneska trúboðið náði á áranum milli 500
og 600 yfir allt Skotland og mikið af Norður-
Englandi, en á Englandi varð keltneska kirkjan
12