Mímir - 01.05.1972, Side 18
Curragh er trégrind með sterklegum tágum
í botninn, langsum og þversum, sem húðir voru
strengdar yfir, líklega af nautum. Voru þær
hafðar ein-, tvö- eða þrefaldar, eftir því hversu
langt skyldi siglt. Ljóst er af frásögnum, að
curraghar hafa haft einhvers konar stýrisútbún-
að, og einhversstaðar er talað um járnakkeri.
Einnig er rætt um „nautae", er munu hafa verið
vanir sjómenn, sem munkar fengu sér til fylgd-
ar yfir hafið. Aðallega var notazt við segl. Ekki
er ljóst af frásögn Dicuilusar um ferðirnar til
Færeyja og Islands, hvort notaðir voru curragh-
ar, en eftir komu víkinga mun tímabili þeirra
sem langferðaskipa lokið. Eru þeir síðan aðal-
lega notaðir sem árabátar, þó að þeir hafi
reyndar lítið segl til hjálpar.29 Bámr af venju-
legri stærð ber nú auðveldlega 4 menn, tekur
um 2 tonn, og er oft um 16 fet á lengd. Um
miðja síðustu öld var hætt að nota í þá húðir,
og em þeir nú gerðir úr tjörubornum striga.
Notkun þeirra fer nú ört minnkandi.
Vask, þars fell af fjalli
flóðkorn j?tuns móður
hám bergrisa ór himni
heiðins ána leiðar.
Gerir fár j<?tunn fleiri
fold í vinga moldu
h9mlu heiðar þumlu
hamváta mér báta.30
Þessa vísu er að finna í Hauksbók Land-
námu, en hér er rætt um hamváta báta eða
húðblauta báta, þ. e. skinnbáta. Þess em dæmi,
að skinnbátar hafi verið notaðir hér á landi,
enda ekki ólíklegt, að menn hafi þekkt þá hér,
þar sem notkun þeirra var svo almenn bæði
í austri og vestri, þ. e. á Grænlandi. I Fitja-
annál stendur við árið 1666 eftirfarandi:
„Þá dmkknaði maður í Hvítá í Borgarfirði hjá
Sámsstöðum af völmm skinnbát og annar í Túná
austur."3l
Þessi frásögn er tekin upp í riti Hins íslenzka
lærdómslistafélags, þar sem vitnað er í annálinn.
18
Þar segir:
„I fyrndinni hafa hér verit brúkaðir skinnbátar,
því 1666 drukknaði maðr í Hvítá hjá Sámstöðum
af vpllmm skinnbáti."32
Lítið er hægt að gera með þessar fáu heim-
ildir um skinnbáta hér á landi, auk þess sem
ekkert það hefur fundizt í jörðu, sem bent gæti
til notkunar þeirra.
III. Ornefni
Auk ritaðra heimilda um papa ber að nefna
þær heimildir, sem örnefni eru. Ornefni kennd
við papa má rekja allt frá eynni Mön til Islands.
Um örnefni þessi hafa ritað þeir Einar Ol.
Sveinsson í 1. kafla bókarinnar „Landnám í
Skaftafellsþingi" og Hermann Pálsson í grein
um papa í Sögu 1965, og verður stuðzt við
báðar þessar greinar hér á eftir.
Irska myndin af orðinu papi mun eitthvað
á reiki, en það voru Norðmenn, sem gáfu írsku
munkunum þetta heiti. Merking orðsins hefur
þegar verið rædd í formála. Heiti þetta á írsk-
um munkum og einsernmönnum er vestnorrænt.
A eynni Mön er örnefnið Glen Faba, og
mun síðara orðið vera Papá.
A Stóra-Bretlandi er til örnefnið Papcastle,
og mun fyrri liðurinn vera papi. A Suðureyjum
munu nú þekkt eftirfarandi papaörnefni: Fimm
Papeyjar, þrjú Papýli, einn Papadalur og eitt
Papanes. Oll eru þau á norðurhluta eyjanna, og
er helzta skýringin sú, að suðurhlutinn hafi
þegar verið orðinn kristinn, er víkingaöldin
hófst, svo að ekki var þörf á trúboðum nema
í norðurhlutanum. Helzt má ætla, að papar hafi
komið til Islands frá Suðureyjum, auk þess sem
þeir komu frá Irlandi. Eru því suðureyzk ör-
nefni mikilvæg örnefnarannsóknum hér.
í Orkneyjum eru tvær Papeyjar og tvö
Papýli. A Hjaltlandi eru þrjár Papeyjar, þrjú
Papýli og auk þess Papilwater, Papilsjo, Papa-
skerri, Papegjo. I Færeyjum er Papurshálsur, en
fyrri liður þess mun talinn afbökun af Papýli.