Mímir - 01.05.1972, Síða 21

Mímir - 01.05.1972, Síða 21
„Ormr ánauðgi, son Bárðar Bárekssonar, bróðir Hallgríms sviðbálka, byggði fyrst Vestmannaeyjar, en áðr var þar veiðist<?ð ok lítil vetrseta eða engi."37 Ormur þessi var uppi seint á 10. öld, og er furðulegt, að staður eins og Vestmannaeyjar skyldu ekki byggjast fyrr. I textanum hér að ofan stendur, að þar hafi verið veiðistöð, en lítil eða engin veturseta. Hvað var það, sem hélt mönnum frá Vestmannaeyjum? Var það einangrun staðarins, — sem er ólíklegt, þar sem svo mikil hlunnindi voru fyrir hendi, — eða voru einhverjir menn þar fyrir? Nú er nafn eyjanna talið dregið af þrælum Hjörleifs, sem voru írskir og flúðu þangað eftir víg hans. Vel má vera, að svo sé, en mætti ekki hugsa sér, að þeir hafi haft einhverja ástæðu til að flýja þangað, þ. e. að þar hafi landar þeirra verið fyrir? Þetta er auðvitað aðeins tilgáta, en Vestmannaeyjar hafa alla þá kosti til að bera, sem einsetumenn sóttust eftir. Það sem styrkir írsk áhrif í Vestmannaeyjum, eru örnefni eins og Dufþaksskor og Kirkjubær. Hér á landi eru mörg bæjarheiti kennd við kirkjur. Þá er bæjar- nafnið Steinkross á Rangárvöllum merkilegt. Keltnesku steinkrossarnir eru mjög sérkennileg- ir og einkennandi fyrir Irland. Ómögulegt er að segja til um það, hvort þarna er nokkuð samband á milli, og e. t. v. verður aldrei úr því skorið, hvað teljast má til írskra áhrifa hér á landi. V. Niðurlag Leitazt hefur verið við að tína fram sem flestar heimildir og líkur á komu og veru írskra ein- setumanna hér á landi fyrir landnámstíð. Að lokum má nefna keltnesk áhrif hér á landi, sem stafa þó líklega fremur frá keltneskum landnámsmönnum og fylgdarliði þeirra, en pöp- um. Er helzt að finna þau í örfáum orðum í málinu, í keltneskum mannanöfnum, viður- nefnum og örnefnum, auk áhrifa í bókmennt- um okkar. Einar Ol. Sveinsson hefur ritað um þetta í írska þjóðfræðiritið „Béaloideas" og mun ekki fjölyrt um það hér. Mynd 6: Keltneskur kxoss frá fyrra hluta 10. aldar. Kross Muiredachs ábóta í Monasterboice á írlandi. (mynd: Guðrún Sveinbjarnardóttir). Af húsdýrum hér á landi eru kýrin og hest- urinn af norsku kyni. Sauðfé með sama útlit og það íslenzka má enn finna á tveimur litlum eyjum sunnan við Gotland við austurströnd Svíþjóðar. Zeuner taldi íslenzka féð náskylt skozku eyjafé. Það hefur verið einangrað á þess- um eyjum, eins og á Islandi, og vel mætti hugsa 21

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.