Mímir - 01.05.1972, Síða 25

Mímir - 01.05.1972, Síða 25
ÞÓRÐUR HELGASON: GAMALT OG NÝTT EFTIR ÞORGILS GJALLANDA BÓKMENNTARITGERÐ TIL 3. STIGS í ÍSLENZKU VORIÐ 1971. Tilvítnanir allar, úr íslenzkum og erlendum bókum, eru teknar orðrétt upp. Ekki reyndist þó unnt að sýna gegnumstungið ö, og er því íslenzka ö-ið notað þess í stað. Efnisskrá. 1. Formáli. 2. Sviðið og tíminn. 3. Stíleinkenni og málfar. 4. Bækur og lestur þeirra. 5. Kennarinn og lærisveinninn — Gestur Pálsson og Þorgils gjallandi. 6. Ádeilan. 7. Persónur. 8. Lokaorð. 9. Heimildir. Formáli. Margir hafa velt þeirri spurningu fyrir sér, hvaða tilgangi bókmenntarýni þjónaði, hvort hún þjónaði yfirleitt nokkrum tilgangi. Ovið- komandi maður, oft fjarlægur höfundinum og verkinu í tíma og rúmi, skyggnist á bak við verk- ið, hugmyndaheim þess og einkenni, og breytir tilfinningalegri reynslu höfundar í óskáldlegt kerfi. Aðrir, jarðbundnari, hafa íhugað og sett fram kenningar um, hversu slík rannsókn slruli fram fara, og hafa svörin orðið mörg og ólík. Litið hefur verið í átt til ýmissa hjálpargreina, svo sem sagnfræði, sálarfræði og þjóðfélags- fræði. Allt þetta hefur orðið bókmenntarann- sóknum hjálp, en vart endanlegt svar. Allar tilraunir mannsins til að benda á almenn lög- mál til bókmenntarýni hafa mistekizt. I hverju verki eru samofnir þættir, almennir og persónu- bundnir. I eftirfarandi ritgerð mun ég taka til með- ferðar eitt verk ákveðins höfundar, reyna að lýsa hugmyndaheimi þess og setja það í sam- band við tímann og umhverfið, sem ól það af sér. Verkið er Gamalt og nýtt, saga eftir Jón Stefánsson, sem þekktari er undir dulnefni sínu, Þorgils gjallandi. Jón Stefánsson var fæddur 2. júlí árið 1851 að Skútustöðum í Mývatnssveit. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Olafsdóttir og Stefán Helgason, en þau bjuggu á hálfum Skúmstöð- um. Árið 1855 fluttu þau að Geirastöðum við Mývatn, og þar dó Guðrún, þegar Jón var aðeins níu ára. Faðir hans fluttist að Gautlönd- um, en síðan að Arnarvatni, og þar kvæntist hann aftur, Sigurbjörgu Jónsdóttur, en vorið 1868 dmkknaði hann við annan mann í Mý- vatni. Jón dvaldist næsta ár hjá stjúpu sinni við bústörf, en varð síðan vinnumaður á ýms- um bæjum allt til 1877, utan stuttan tíma, er hann var við nám að Skinnastöðum í Oxar- firði hjá sr. Benedikt Kristjánssyni. Jón kvænt- ist árið 1877 Jakobínu Pétursdótmr frá Reykja- hlíð. Bjuggu þau á ýmsum stöðum þar til 1889, er þau flutmst að Litluströnd, en þar bjó Jón til dauðadags 1915. Eignuðust þau hjón tvær dæmr barna. 25

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.