Mímir - 01.05.1972, Síða 30
samanburð Gests Pálssonar og Þorgils, sést,
að slúðrið hefur mjög höfðað til Þorgils með
sálgæðingu hugtaka, annars vegar fyrir ótví-
ræð áhrif frá Gesti, en hins vegar fyrir hugsan-
leg áhrif frá Björnson.
Jafnvel þótt notkun tákna og táknmáls sé
ekki samkvæmt eðli raunsæisstefnunnar, vil ég
nefna nokkur hugsanleg dæmi. Eins og Gamalt
og nýtt gerast margar sögur Þorgils í dölum,
og Arnór Sigurjónsson segir: „Vitandi og vilj-
andi velur hann sögum sínum annað umhverfi
en heimasveitina, hann kýs heldur að lýsa gróð-
urmagni og svipmýkt dalannaniðurfráhenni. d'1
Ég tel, að dalurinn í þessari sögu sé tákn mann-
lífsins, sem lifað er í honum — tákn þröng-
sýninnar, enda talar Þorgils um dalamolluna í
því sambandi. Þeir bæir, sem mest koma við
sögu í verkinu, eru Kirkjuból, Hamar, Brú og
Gil. Hinir lítilsigldu menn eiga heima á Kirkju-
bóli og Gili, en þeir viðsýnu að Brú og Hamri.
Virðist mér bæjarnöfnin vera táknnöfn og um
leið andstæður; ból og gil annars vegar, en
hamar og brú hins vegar. Undir þetta rennir
stoðum, að sama ár og Þorgils skrifaði Gamalt
og nýtt, samdi hann dýrasöguna Fölskva. Þar
eru bæjarnöfnin Hóll og Gröf. Lítilmennið
býr að Gröf, en hetjan að Hóli. Einnig finnst
mér líklegt, að Þórarinn og Guðni séu tákn-
nöfn; Þór gegn Guði. A öðrum stað í ritgerð-
inni er vikið að táknrænni útlitslýsingu þeirra
Þórarins og Guðna, þar sem hár og skegg þeirra
lýsa innra manni.
Mjög athyglisverð er hin langa náttúrulýsing
Þorgils, þar sem hann lýsir frelsi blóma og
dýra náttúrunnar sem andstæðu við ófrelsi mann-
anna:
„Vorsólin björt og brennandi vakti sumar-
gróðann af svefni og dái. Blómin lyftu dögg-
votum kollinum á móti morgungeislunum, rugg-
uðu sér í andvaranum ánægð og sæl... það
var náttúran á vordegi, þrunginn af frjófsemi
og lífi. Fuglarnir sungu og kvökuðu allan lið-
langan daginn og mest af nóttinni líka, elskuðu
einungis eftir eðli sínu, án þess að hugsa um
annað en sælu og munað líðandi tíma. Náttúr-
an var lögmál þeirra, og enginn fjömr né farg
hvíldi yfir þeim, sem fastur arfur, né viðtekin
prýði framan úr fornaldar tímum; engar kredd-
ur með kúgandi afli myrkvuðu heiminn fyrir
þeim; þeir voru sælir og heilbrigðir, ástfangn-
ir og ánægðir, frjófsamir og saklausir... Lamb-
ið kraup á knjánum, saug móðurina og dillaði
rófunni, ærin stóð jórtrandi, þefaði öðru hvoru,
nasaði svo út í loftið eftir gróðuranganinni;
var hjartanlega ánægð yfir lífinu og lambinu
sínu, hafði enga óuppfyllta þrá, sem hjó skarð
í lífsnautnina.”2
Dæmi um slíka lýsingu er einnig hjá Björn-
son í Pá Guds Veje: „Litt længre borte, i ly
av guttens skammel, som hadde stát glæmt der
nogen dager, ringte en yndefull diclytra pá
lang blomsterstængel, full av röde klokker, til
bryllup, tii bryllup — uten det minste skjön
pá brevet til Efeserne 5.24. Derfor oversá
præsten den."8
Þorgils skrifar þróttmikið alþýðumál og hef-
ur greinilega orðið fyrir miklum áhrifum af
lestri fornsagna, eins og lýsingar þeirra Þór-
arins og Guðna bera vott um. I annan stað
hikar Þorgils ekki við að nota erlend orð, sem
hann hefur lært, t. d. morfin, tilbagefald, optim-
isti, pessimisti o. fl. Á einum stað í verkinu
segir: „Sambúð margra hjóna var þjóðlygi.. ."4
Orðið þjóðlygi er sennilega þýðing á samfunds-
lögn, enda er bókarinnar De moderne Sam-
fundslögne eftir Nordau getið í sögunni. I rit-
gerð einni í Heimskringlu notar Gesmr Páls-
son orðið mannfélagslygi: „En þetta er í raun
og veru bara mannfélagslygi.. ."5 og virðist
eiga við það sama. Ekki er ólíklegt að þeir
séu að þýða sama orðið.
Sagan Gamalt og nýtt er mjög ólík hinum
sögunum í Ofan úr sveimm, sem allar eru
stuttar. I þeim er um áhrif frá Gesti Pálssyni að
ræða hvað viðkemur efnistökum, hann reynir að
1 Arnór Sigurjónsson, Ritsafn IV, bls. 4.
2 Gamalt og nýtt, bls. 88—89.
3 Björnstjerne Björnson, Pá Guds veje III b. bls. 316.
4 Gamalt og nýtt, bls. 115.
5 Gestur Pálsson, Ritsafn I, bls. 15.
30