Mímir - 01.05.1972, Síða 34
skríður inn um hverja einustu rifu, sezt fyrir í
hverri sprungu, treður sér á milli þils og veggj-
ar, laumast úr einu herbergi í annað, og til-
gangurinn er alltaf og alls staðar sá sami, að
reyna að smella blettum á, og freista, hvort
það sé ekki hægt að búa til dálítinn fúa...
hvert einasta atvik fær þýðingu, margfalda
þýðingu, sem alltaf vex, eftir sama lögmáli og
snjóflóð, því lengra sem dregur frá upprun-
anum."1 I Upp við fossa er slúðrinu þannig
lýst: „Fyrst snerist sveimurinn milli griðkvenn-
anna, svo til vinnumannanna; einhverri þeirra
varð á að trúa einum þeirra fyrir þessu leyndar-
máli; Svo valt það ofan brekkuna og út og suður
allan dalinn, smaug inn á þennan bæinn og
litlu seinna á hinn.. ."2 Ekki dylst líkingin
með þessum tveimur lýsingum á slúðrinu, en
enn líkari er lýsing Þorgils á slúðrinu í Gamalt
og nýtt: „Umtalið kolsvart og skitið, af því
að velkjast mann frá manni í dalnum, komst
til Sigríðar að lokum, læddist og gufaði inn,
lítið að ummáli í einu, en safnast þegar saman
kemur... Kom líka í Hamar; eins og sagt er
frá sendingunum fyrrum, gufaði það inn um
hverja smárifu og — draugurinn stóð risavax-
inn og ófrýnn, velti til hausnum og skældi
kjaftinn, svo að sá í svart hyldýpið.. ."3
Hér leynir sér ekki skyldleikinn við slúður
Gests: Báðir sálgæða þeir slúðrið. Slúðrið hjá
báðum læðist, það fer inn um rifur og það
hleður utan á sig. A öðmm stað í Gamalt og
nýtt segir Þorgils: „Fólk fór að stinga saman
nefjum um, að hjónasambúðin á Kirkjubóli
væri ekki eins góð og vera ætti; fyrst heimilis-
fólkið, og svo læddist það í loftinu bæ frá bæ
og mann frá manni líkt og kvefsótt eða annar
hvimleiður faraldur."4 Einnig hér læðist slúðrið
og vex. Einnig: Máske Björn hafi verið
fenginn tll (til) að gangast við barninu; það
læddist nm (um) dalinn eins og móða.. ,"5
Og enn læðist slúðrið. I Upp við fossa er enn
ein lýsingin á slúðrinu: „... fór þó lítill sveim-
ur að læðast um bæina.. ."6 Sveinn Skorri
bendir einnig á, hversu líking slúðursins hjá
Gesti við vætusudda minnir á lýsingu Þorgils
á hráslaganum í Upp við fossa.
Gestur talar um „klikkurnar",7 og í bréfi til
Benedikts Jónssonar skrifar Þorgils: „ „— Og
eitt er enn, sem gremur mig, það að Guð-
mundur á Sandi skyldi þó verða sannspár með
„klikkuna" ..." "s Einnig má benda á, að þeir
sjá fornöldina, glæsiöldina, í sama ljósi, sjá,
þótt ýmsir dýrkuðu frelsi þess tíma, að víða
var pottur brotinn. Frelsið var einungis fárra.
Báðir vega þeir Gestur og Þorgils að Matthíasi
og Torfhildi Hólm, en hrósa nýju erlendu bók-
unum.
Ekki er óhugsandi, að Þorgils hafi lært eitt-
hvað af upphafi Kærleiksheimilisins: „Það var
mesta rausnarkona hún Þuríður á Borg.. ,“9 Á
líkan hátt byrjar Þorgils ýmsar smásögur sínar,
t. d. Leidd í kirkju: „Það var ágætur búmaður
hann Sigmundur á Bakka.. ,“10 Séra Sölvi hefst
þannig: „Hann var fæddur rétt fyrir innan
búðarborðið, hann séra Sölvi..."11 og Ósjálf-
ræði á líkan hátt: „Þau elskuðust heitt og inni-
lega Hvammshjónin."12
Sveinn Skorri Höskuldsson hefur bent á,
hversu oft kvenpersónur Gests hafa smáar,
hvítar hendur. Höndum Sigríðar er svo lýst
í Gamalt og nýtt: „ ... litlu hvím hendurnar
hennar.. ,"13 Um hendur Þuríðar í Upp við
fossa segir: „... þrýsti ofurlítið hvítu, smáu
hendinni.. ."14 og um hendur Gróu í sömu
sögu: „ .. . dró vettlinginn af hægri hendi, hvítri
og varmri.. ,"15 Um lýsingu Gests á karlmönn-
t Gestur Pálsson, Ritsafn II, bls. 65.
2 Þorgils gjallandi, Upp við fossa, bls. 78—79.
3 Gamalt og nýtt, bls. 142—143.
4 Gamalt og nýtt, bls. 69—70.
5 Gamalt og nýtt, bls. 108.
6 Þorgils gjallandi, Upp við fossa, bls. 157.
7 Gestur Pálsson, Ritsafn II, bls. 58—59.
8 Arnór Sigurjónsson, Ritsafn IV, bls. 100. »
° Gestur Pálsson, Ritsafn I, bls. 41.
10 Ofan úr sveitum, bls. 3.
11 Ofan úr sveitum, bls. 11.
12 Ofan úr sveitum, bls. 17.
13 Gamalt og nýtt, bls. 100.
14 Upp við fossa, bls. 143.
15 Upp við fossa, bls. 87.
34