Mímir - 01.05.1972, Qupperneq 36
ir líkinguna við fossinn og hringiðuna. Þorgils
notar einnig „suddann", og minnir það á Gest
í lýsingu hans á slúðrinu, eins og Sveinn Skorri
hefur bent á.
Ádeilan. Heildarniðurstaða.
Adeilan í sögunni er á ýmsan hátt fram sett,
en einkum þó er Steinar á Brú látinn koma
henni á framfæri. Sagan beinir ekki spjómm
sínum að einu ádeiluefni, heldur ýmsum. Heild-
arniðurstaða sögunnar er samt ein; þjóðfélagið.
Dauði Sigríðar í lok sögunnar sýnir, hversu
þjóðfélagið, fullt lyga og hræsni, leikur börn-
in sín. Sigríður gat ekki lifað í því Slík hin
sama er niðurstaða „Pá Guds veje" eftir Björn-
son og „Constance Ring" eftir Amalie Skram.
Það var ekki kvefsóttin, sem drap Sigríði, eða
berklarnir trú Kallem, heldur hin veiklandi
áhrif slúðurs, lyga og hræsni.
Uppeldið: Sigríður er alin upp í eftirlæti og
hlýðni" ... en foreldrarnir hafa víst aldrei nefnt
sjálfstæði, svo hún heyrði."1 Hér deilir Þorgils
á uppeldi Sigríðar, en einnig deilir hann á
óhollan lestur í uppeldinu. I sögunni skynjum
við lausnina, sömu lausn, sem Gestur Pálsson
talar um; aukin mennmn, lesmr bóka, sem
eru sannar. A þetta bendir Strindberg raunar
einnig í Giftas.
Astin: Sigríður giftist Guðna á fölskum for-
sendum. Hún heldur vegna glæsilegs útlits
hans og framkomu, að hún elski hann, og hin-
ar rómantísku sögur um ástina renna stoðum
undir það. Eftir að hjónabandsfjömrinn er kom-
inn á samband þeirra og óheilindi sr. Guðna
henni ljós, finnur hún, að hún elskar hann
ekki og að hann elskar hana heldur ekki. Samt
reyna þau að leika elskandi hjón, hræsna ást-
ina, en það mistekst fyrir þeim.
Ast Sigríðar og Þórarins er hin sanna náttúm-
lega ást, gagnstætt lygasambúð þeirra hjóna,
hin eðlilega ást eins og fuglanna og allrar
náttúmnnar. Steinar á Brú, sem einatt er mál-
pípa höfundar, segir um samband þeirra: „... þú
tekur með elskunnar rétti frá prestinum.. ."2
36
Réttur ástarinnar er fullkominn, en hjónabandið
einungis óeðlilegur hlekkur, kirkjukredda, sem
stríðir á móti eðlinu.
Hjónabandið: Þorgils er fyrsti íslenzki rit-
höfundurinn, sem ræðst á hjónabandið sem
stofnun. Honum finnst hjónabandið óeðlileg
stofnun og sækir óspart dæmi til þess úr náttúr-
unni og dýraríkinu: „—Dýrið í manninum er
sterkt, menn hafa aldrei fundið lagið á að temja
það.. ,"3 og um hjónabandið: „... þá loksins
fengu menn guðlega tígilinn mjúkan og mjóan
og teyggóðan eins og silkiræma, þessi Gleipnir
átti nú að halda vonargandi hvers manns bundn-
um. — Það er nú dagsatt, að þanþolið er
fjarska mikið í fjötrinum, dýrið hefur ekki
legið aðgerðalaust eða í dái síðan; í rökkrinu
og myrkrinu hefir það gengið og fengið sér
bráð, svona teyggott er nú guðlega bandið."4
Enn fremur: „■—• dýrið hefur ekki verið ljótt
né viðbjóðslegt þá — það hefur bara verið of
kátt og brútalt. En í fjötrinum er það orðið
lymskt og ljúgandi, stelandi.. ."5 Dýrið í mann-
inum er fyrir Þorgils tákn hins saklausa og
eðlilega, sem verður sem þjófur, er fjömr er
setmr á það. Hjónafjömrinn gerir mennina verri
en þeir eru í rauninni.
Þorgils hefur líka lausnina á takteinum, þá
lausn, sem þau Þórarinn og Sigríður ætla að nota
og brjóta ísinn: „ „Frelsi, sem allra mest frelsi;
öll ánauð bara spillir og fordjarfar; það er nú
gefið. Taka Gleipnir burt, svo ekki kyrki hann
lengur; með guðlegum ljóma og glansa, hann
verður nú annars bráðum að hræfareldi held ég.
■— Samningar, eða „republik" til reynslu, verra
verður það hreint ekki, ég hef trú á samning-
unum, þeir finnast mér so eðlilegir á þessari
samninga öld — bara fara varlega, ekkert ævi-
langt samningsband, og þá geta náttúrlega
fjöldamargir samningar staðið til dauðans." "6
1 Gamalt og nýtt, bls. 26.
2 Gamalt og nýtt, bls. 93.
3 Gamalt og nýtt, bls. 123.
4 Gamalt og nýtt, bls. 123.
5 Gamalt og nýtt, bls. 124-—-125.
6 Gamalt og nýtt, bls.125—126.