Mímir - 01.05.1972, Page 37

Mímir - 01.05.1972, Page 37
Af dæmunum úr náttúrunni, sem Þorgils tekur og ber saman við hjónabandið, sjást tengsl sögunnar við August Strindberg og bók hans Giftas. Þeim er báðum sameiginlegt virðingar- leysi fyrir hjónabandinu, og vitnar Strindberg óspart til dýraríkisins eins og Þorgils. Niður- staða eða lausn Strindbergs er hin sama: „Man och hustru avsluta ett kontrakt, muntligt eller skriftligt, om ett förbund, pá hum láng tid de vilja, som de utan lag eller evangelium ága rett upplösa nár de behaga."1 J. S. Mill ber hjónabandið saman við samn- ing í verzlunarsökum í Kvindernes Under- kuelse, sem Menntafélagið í Mývatnssveit átti í danskri þýðingu Brandesar. Tilvitnanir þeirra Strindbergs og Þorgils í náttúmna eiga sér rætur í kenningum Darwins. Seinni hluti 19- aldarinnar einkenndist af nátt- úruvísindum og náttúruvísindalegum þanka- gangi. Samhengið milli allra lifandi vera verð- ur nú Ijóst og eðlilegt, og náttúmvísindin standa nú uppi í hárinu á trúnni. Til sömu rótar má ef til vill rekja það, að Þórarinn ætlaði sér að verða læknir, áður en foreldrar hans réðu því, að hann varð prestur. Þrátt fyrir ýmis vísindaleg afrek 19. aldarinnar vöktu framfarir læknavísindanna tvímælalaust mesta athygli meðal alls almúga, og læknastétt- in varð oft andstæða prestastéttarinnar í heims- bókmennmnum. Þessari andstæðu hefur Þorgils t. d. getað kynnzt í Pá Guds veje eftir Björnson. Sama árið og Þorgils skrifar Gamalt og nýtt, eignast Menntafélagið í Mývatnssveit Constance Ring eftir norsku skáldkonuna Amalie Skram. Hjónabandssaga þeirra Sigríðar og sr. Guðna og Constance og hr. Rings er á margan hátt mjög áþekk. Constance Rring segir frá ungri stúlku, sem giftist sér eldri manni. Það er ekki þving- unarhjónaband, heldur kemur fram, að hún hélt sig elska hann. Hr. Ring drakk mikið, en lofar sífellt að hætta, en svíkur jafnóðum. Constance reynir samt að hræsna ástina og leika elskandi eiginkonu, en finnur, að ástin er víðs fjarri. Að lokum kemur hún að manni sínum og vinnukonunni í faðmlögum. Hún fær ekki samúð fólksins þrátt fyrir það. Önnur siðalögmál eru látin gilda fyrir menn en kon- ur. Hr. Ring biðst fyrirgefningar og fær, en síðar kemst hún að því, að vinnukonan er ófrísk eftir hr. Ring. Hún leggst veik á líkan hátt og Sigríður. Hún talar við prestinn, sem segir, að það, sem Guð hefur tengt saman, megi ekki sundur slíta. Almenningsviðhorfið veldur því, að hún verður áfram hjá manni sín- um, sem litlu síðar drukknar. Þorgils heldur eðli mannsins fram gegn við- tekmnum. Eðli mannsins er að elska eftir kröf- um hjartans, en viðtektirnar krefjast fjötranna. Af þessu sést, að Þorgils hefur lesið og hrifizt af lýsingum annarra höfunda á hjónabandinu og lært af þeim. I lýsingu hjónabands þeirra Gróu og Brands í Upp við fossa segir Þorgils: „Samtalslokin urðu þau, að bæði voru gröm og reið; bæði kunnu að nota sér sex ára sam- búð til að hitta viðkvæmasta og bezta höggstað- inn; leggja sverði á snögga blettinn. Þau lærðu þá list að særa hvort annað sem sárast og til- finnanlegast."2 I sögunni (novellette) Visne Blade segir Kielland: „ „Netop derfor! — husker du, hvad vi have sagt hinanden? hvorledes vi kappedes om at finde de Ord, vi vidste, vilde være de mest saarende. O — at tænke sig, at vi benytte vort Kjendskab til hinanden for at udfinde de ömmeste Steder, hvor de onde Ord kunne ramme! —"3 Trúin — hræsnin — prestar: Hvergi er í sögunni Gamalt og nýtt ritað gegn kenningum Krists, en samt má skynja, að sagan er rituð í anda trúleysis. Fram kemur, „að menn geta verið hinir heiðvirðustu borgarar mannfélagsins, hversu sem trúarbrögð þeirra eru, og að vandað- ir og góðir menn geta verið „trúlausir".. ."4 Trúarhræsnin er það, sem Þorgils deilir mest á: „það væri ekki nóg, að menn þættust kristnir; menn ættu að vera það. Vera líkir Jesú í mann- kærleika, frjálsri mannúð og miskunsemi, en 1 A. Strindberg, Giftas, Stokh. 1951, bls. 21. 2 Upp við fossa, bls. 40. 3 A. Kielland, Novelletter, Kbh. 1881, bls. 24. 4 Gamalt og nýtt, bls. 34. 37

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.