Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 38
fjarlægjast meir og meir Farísea og Jesúíta."1
Fulltrúi hræsninnar er sr. Guðni og með hon-
um allur almenningur. Sr. Guðni er trúlaus,
en vill ekki láta það vitnast af hræðslu við
hneyksli. Af sömu ástæðum heldur hann í Sig-
ríði.
Víða í sögum Þorgils bregður því viðhorfi
við, að prestar séu hinar verstu mannverur, án
þess að þeir séu nokkuð kynntir, og einnig
afkvæmi þeirra. Þorgils nægir að segja um Þór-
unni, sem fékk mikinn þokka á sr. Guðna, að
„— hún var dóttir séra Sigfúsar skalla -—"2
Þessi lýsing á að nægja lesendum til skilnings
á persónunni Þórunni og viðhorfum hennar.
Hún var prestsdóttir. Aþekk lýsing kemur fram
í Séra Sölvi: „En móðir hans var prestsdóttir,
— það gerði strikið í reikninginn —"3 En af
hverju bitna syndir feðranna svo á börnunum?
Hið náttúrufræðilega viðhorf seinni hluta 19-
aldarinnar, sem fyrr var getið, leiddi það af
sér, að litið var á manninn sem afkvæmi vissra
erfðaeiginleika í vissu umhverfi. Fólk er ekki
lengur ábyrgt gerða sinna einungis fyrirsjálfusér,
heldur og fyrir afkomendum sínum. Björnstjerne
Björnson grípur þetta viðhorf á lofti og skrifar
ættarsögur til að sýna erfðaeiginleika, sem ganga
í ættir. I sögunni Pá Guds veje segir frá Ren-
dalen, sem ekki þorði að kvænast vegna ættar-
fylgjunnar, geðveikinnar.
Greinilegt er, að Þorgils hefur haft kynni
sín af þessu hjá Björnson, enda talar hann um
kynspillingarskoðun Björnsons. „Sigríður vafði
barnið að sér og það starði bláu augunum stöð-
ugt á hana. Kynspillingarskoðun Björnsons
flaug eins og elding í hjarta hennar. — O,
þessi arfur, en séra Brandur hefur verið reglu-
maður og pabbi svo hraustur og kjarkmikill.. ,"4
Persónumar.
Er litið er á ytri lýsingar persónanna í Gamalt
og nýtt, kemur merkilegt ósamræmi í ljós.
Höfundurinn sjálfur lýsir þeim séra Guðna og
Þórarni beinni lýsingu, mjög langri, en ytra
útliti Sigríðar, aðalpersónu verksins, er hvergi
lýst í heild, heldur kynnist lesandinn því við
ýmsar aðstæður og atvik í sögunni: „. . litlu
hvítu hendurnar hennar lukmst titrandi í stóru
sterklegu höndunum hans: gráu augun með
móleita kembingnum í.. ,"5 og „ „En hvað ég
vildi segja, hvernig líst þér á brúðina, er hún
ekki nógu helvíti lagleg og settleg..." "6
E. t. v. á þetta ósamræmi í ytri lýsingu persón-
anna rót sína að rekja til þess, að útlit þeirra
Guðna og Þórarins er táknrænt (symbolskt)
fyrir persónuleika þeirra. Lýsing séra Guðna er
táknræn fyrir hinn lítilsiglda mann. Hann var
„prýðis laglegur og snyrtilegur maður og lipur-
legur í framgöngu. Hann var hár meðalmaður,
liðlega vaxinn, hvatlegur á velli og bar sig vel;
ljósjarpur á hár og fremur þunnhærður, hárið
fór slétt og vel, hárkamburinn yfir enninu reis
snoturlega, og ævinlega eins; ennið var meðal
hátt, nefið fremur stórt, víðar nasir en nokkuð
mjótt á milli augnanna, þessara grábláu augna,
sem litu svo skýrt og hreint upp. Efrivararskegg-
ið þunnt, mjúkt og gljástrokið, ekki snefill af
uppreist orðin til í því."7
A öðrum stað í ritgerðinni er þess getið, að
bæði Þorgils og Gestur Pálsson eigna lítilmenn-
inu frítt útlit. Hár og skegg séra Guðna er tákn
persónuleikans. Benda má á, að lýsing Alex-
anders Kiellands á Alphonse í sögunni To Venn-
er er á sama hátt táknræn: „... og hans blöde,
halvkröllede Haar saa ud som om det var bleven
ordnet skjödelöst eller derangeret med Omhu
af en koket Damehaand."8
Lýsing Þorgils á ytra útliti Þórarins er tákn-
ræn fyrir hinn sterka einstakling, uppreisnar-
manninn: „Þórarinn var hár maður og herði-
breiður, allra manna vörpulegastur, dökkjarpur
1 Gamalt og nýtt, bls. 156.
2 Gamalt og nýtt, bls. 29.
3 Ofan úr sveitum bls. 11.
4 Gamalt og nýtt, bls. 110.
5 Gamalt og nýtt, bls. 100.
6 Gamalt og nýtt, bls. 26.
7 Gamalt og nýtt, bls. 24.
8 A. Kielland, Novelletter, Kbh. 1881, bls. 90.
38