Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 41

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 41
SVERRIR PÁLL ERLENDSSON: RÁ OG RÖST DÁLÍTIL ATHUGUN Á Suðvestur-Grænlandi við norðanvert mynni Eiríksfjarðar er Narssaq, jafnhallandi oddi með góðu beitilandi undir háum fjallahlíðum. Á þessum slóðum fannst af tilviljun æva- forn spýta, og á henni voru rúnir. Þetta var árið 1956, en vegna þess, að allar rúnaristur eru forvitnilegar, var þessari spýtu haldið til haga, og er hún oftast nefnd Narssaq-spýtan. Spýmnni er þannig lýst, að hún er 42,6 cm löng, fjórhliða og slétttálguð nema í annan endann, þar sem hún breikkar í stóram kvisti. Breidd er 2,4 cm við kvistinn og þykktin 1,2—1,5 cm þar. Hún mjókkar til hins endans, en sýnilega hefur þar brotnað eða grotnað af henni og fáeinar rúnir týnzt við það. Á alla fletina hafa verið skráðar rúnir, og til aðgreiningar eru fletirnir auðkenndir A, B, C og D. Á hlið B er rúnastafrófið, fuþarkhniastbmlr, og auk þess eru til annars endans þrjár rúnir (ina eða ink), og er þetta sennilega hluti orðs, sem upphafið hefur brotnað af. Hlið C er með síendurteknum táknum ásamt nokkram undantekningum, en þarna er álitið, að á ferðinni sé leyniletur eða galdraskrift. Hlið D er að mestu auð. Hlið A er sú, sem ég ætla að gera að um- talsefni hér. Tilefnið er grein, sem dr phil. Erik Moltke skrifaði í tímaritið Grönland, 11. tbl. 1961, En grfinlandsk runeindskrift fra Erik den rfides tid, og skýringartilraun, sem þar er birt. Þarna er rist vísuupphaf, nokkuð heillegt, en þó hefur smávegis flísazt upp úr því, auk þess að eitthvað hefur forfarizt, þar sem brotið er af endanum. Verður því aldrei vitað með vissu, hvernig vísan endaði eða hvort rétt hefur verið ályktað, að hér hafi nokkru sinni verið meira skrifað. Hvað sem því líður. hefur Moltke lesið af spýtunni, það sem hér fylgir: a sa sa sa is asa sat bibrau haitir mar su is sitr Q blan{ ). Hið síðasta virðist vera fyrri hluti orðs, og með samanburði við fleiri ristur þykist Moltke hafa fundið, að hér eigi að standa blanum. Færð til nútímalegra máls gæti áletranin verið á þessa leið: ✓ A sæ sæ sæ er ása sát, Bifrá heitir mær sú er situr á blánum. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.