Mímir - 01.05.1972, Side 46

Mímir - 01.05.1972, Side 46
leggja drápsklifjar á þrautpínda skattborgara, en nú eru tímarnir enn breyttir. Hagfómr vex, framleiðni eykst, og þjóðartekjur hækka. En það merkir á mæltu máli, að smjör drjúpi hér af hverju strái. Islendingar hljóta að hafa ráð á prófessor í nútímasögu árið 1972. Nú þurfa raddir stúdenta og lærifeðra að upphefja samstilltan kór. Því miður hef ég engan slíkan söng heyrt, en þó má vera, að ein- hverjir hafi raulað með sjálfum sér. Skylda Háskólans er að standa á rétti sínum í þessu máli. Hann hefur skuldbundið sig til að halda uppi kennslu í sögu. En einhvern veginn læðist að manni sá grun- ur, að í augum margra íslenzkra sagnfræðinga sé þetta ekkert stórmál. Getur verið, að sú rómantíska tilfinningasemi og þar með skrum- skæling heilbrigðrar skynsemi, sem óhjákvæmi- lega fylgdi sjálfstæðisbaráttunni og síðar þrot- lausri leit annars óþjóðlegrar borgarastéttar að ytri táknum þjóðlegra verðmæta, liti enn ís- lenzka sagnfræði þannig, að stór hluti íslenzkra sagnfræðinga telji, að Islandssagan nái aðeins fram til 1918, eða ekkert hafi hér markvert gerzt síðan stofnað var til lýðveldis á Þingvöll- um árið 1944? Oeðlilega mikill áhugi á þjóð- veldisöldinni, Fjölnismönnum og Jóni Sigurðs- syni þykir mér benda til þess, því að sá áhugi virðist lögmálsbundinn áhugaleysi á nútíman- um. Þessi grunur styrkist mjög, ef athuguð eru þau bókmenntaverk, er íslenzkir skólanemend- ur lesa. Er ekki einnig á því sviði lögð höfuð- áherzla á 13. og 19. öldina á kostnað lesturs nútíma bókmennta? Eins og kunnugt er, voru íslenzkar bókmenntir og saga í einkar nánum tengslum innan Háskólans allt fram til 1965. Ymislegt bendir þó til þess, að sjálfstæðis- baráttan hafi fjarlægzt það mikið, að menn fari að taka niður rósrauðu gleraugun og horfa um öxl með hæfilegri gagnrýni og án allrar tilfinningasemi. Smndum hefur maður á tilfinningunni, að Islendingar telji eina menningarlegt hlutverk sitt vera að vernda og hlúa að hinum forna menningararfi sínum. Öllum er ljóst, að fram- lag Islendinga til þekkingar og skilnings Norð- urlandaþjóða á miðaldamenningu sinni er ómet- anlegt. Það má reyndar gera því skóna, að miðaldamenningarsaga þessara þjóða væri held- ur rýr, ef íslenzkra heimilda nyti ekki við. Þrátt fyrir þessa staðreynd, er af og frá, að Islending- ar eigi helzt ekki að binda hugann við annað en varðveizlu fornra minja, hvort sem sú varð- veizla birtist í ofstækisfullri andstöðu við ný- sköpun tungunnar eða þeirri sýndarmennsku að skreyta stofur sínar með ólesnum Islendinga- sögum. Og fráleita tel ég þá hugmynd, að allt þetta gæzlustarf geti borið ríkulegan ávöxt á þann hátt, að fornmenntir Islendinga verði menningu Vesturlanda önnur eins blóðgjöf og bókmenntir grísk-rómverskrar fornaldar. Slíkar hugmyndir þykja mér bera vott um mikla van- þekkingu á því, hvað tæknivætt stéttaþjóðfélag nútímans er í grundvallaratriðum ólíkt ætta- samfélagi fyrri tíðar. Jafnmikil fjarstæða þykir mér sú kenning, að fortíðinni og sígildum bókmennmm hennar eigi ekki að vera vært á Islandi á 20. öld og al- gjör tímasóun sé að láta börn og unglinga eyða orku við lestur fornra skáldrita. Þeir, sem svo mæla, hafa hvorki lesið Njálu né Völuspá með athygli. En hvað sem líður snilli forfeðranna, hljóta þó Bjartur í Sumarhúsum og Sobeggi afi að standa okkur miklu nær en þeir Skarphéðinn Njálsson og Gjúkungar. Að lokum vil ég leggja hér fram tillögur um kennslu í sögu og sagnfræði við „lægri" skóla og Háskólann. Bent hefur verið á þrjár leiðir við sögu- kennslu, sem allar tryggja, að vægi nútíma- sögu verði mikið og að sterk tengsl séu milli sögunámsins og þess samfélags, er nemendurnir lifa og hrærast í. 1) Að eingöngu sé kennd nútímasaga. 2) Að sagan sé lesin afmr á bak. Námið hefst þá á rannsókn á nútímaþjóðfélagi, síðan 46

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.