Mímir - 01.05.1972, Side 48

Mímir - 01.05.1972, Side 48
UM BÆKUR Gunnar & Kjartan. Heimskringla. Copyright 1971 by Vésteinn Lúðvíksson. Printed in Iœland. Prentsmiðjan Hólar. 328 blaðsíður. Pappír all góður, prentvillur nær engar, mál- villur fáar. Þó rak ég augun í, á bls. 101: „Móð- ir hans lét skíra hann... í höfuðið á frænda sínum, sem þá var nýlátinn", og á bls, 119: „... þegar þessi uppspretta þraut". 1968 sendi Vésteinn frá sér Atta raddir úr pípulögn, átta smásögur, sem Skuggsjá gaf út. Þær þótm lofa góðu, en nokkuð einlitar. Stíll- inn var, eins og einn ritdómari komst að orði, „... slétmr og felldur, málfar látlaust og hvers- dagslegt". Svipað mætti segja um G. & K. Þetta verður ekki ritdómur, aðeins drepið á fáein atriði, sem mér flugu í hug við fljótlegan yfirlestur. Nafn bókarinnar minnir á gróið og virðulegt fjárplógsfyrirtæki, Gunnar & Kjartan, heild- sala, smásala. Olíklega er nafnið tilviljun. Þeir kumpánar mynda að vissu leyti verzlunarfélag, þar sem fylgt er fornhelgum venjum viðskipta- lífsins: Sá klókari notar þann óreyndari til skít- verka, sem aðeins annar græðir á. í þessu til- viki er iím að ræða fjárkúgun, en — „það skipt- ir mestu máli, að maður græði á því". Vel mætti þetta vera mottó sögunnar. Vésteinn teiknar ein’falda og langdregna, ótrúlega en vafalítið dagsanna mynd af auð- stéttinni, borgarastéttinni almennt og þó eink- um og sérstaklega hinum litla, en eftir því montna, íslenzka hluta hennar. Oss smáborg- urum finn'st þetta heldur lygilegir pennadrættir, en á okkur er ekki mark takandi, eins og dæmin sanna. „Ættin", Christiansen-ættin, móðurætt Gunnars, er að mestu amórölsk, hefur að vísu í heiðri ytri siðgæðismynd, slétt og fellt yfir- borð, byggða á afskræmdu gildismati, og er tilbúin að fórna hverju sem er fyrir hana. Af- komendur Tómasar Péturssonár í Thomsens Magasíni eru hins vegar algjörlega amóralskir. Og samt er Pémr Tómasson „einn af þeim sem kunni Einar Ben. utanbókar" (bls. 94). Andrés Kristjánsson, ritstjóri, nefndi í út- varpsþætti 5.3. 1972 G. & K. og taldi hana til þeirra bóka, sem eru skrásetning atburða tíma- bilsins eftir að stríðstímabili lýkur. Honum varð að orði: „... vandræðabörnin hér eru feðurnir og mæðurnar". Ekki er þetta nákvæmt orðalag. Mestu vanddræðabörnin eru börn peninganna, þeir, sem ráðskast með aurana okkar hinna. Reyndar eru allir hér vandræðabörn. I sögunni er engin persóna sú, sem við einfaldar sálir myndum kalla jákvæðar. Það væri þá helzt Þorbjörg Arnadóttir, móðir Pémrs, amma Gunnars. En sagan Ieggur á hana þann dóm, að 48

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.