Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 48

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 48
UM BÆKUR Gunnar & Kjartan. Heimskringla. Copyright 1971 by Vésteinn Lúðvíksson. Printed in Iœland. Prentsmiðjan Hólar. 328 blaðsíður. Pappír all góður, prentvillur nær engar, mál- villur fáar. Þó rak ég augun í, á bls. 101: „Móð- ir hans lét skíra hann... í höfuðið á frænda sínum, sem þá var nýlátinn", og á bls, 119: „... þegar þessi uppspretta þraut". 1968 sendi Vésteinn frá sér Atta raddir úr pípulögn, átta smásögur, sem Skuggsjá gaf út. Þær þótm lofa góðu, en nokkuð einlitar. Stíll- inn var, eins og einn ritdómari komst að orði, „... slétmr og felldur, málfar látlaust og hvers- dagslegt". Svipað mætti segja um G. & K. Þetta verður ekki ritdómur, aðeins drepið á fáein atriði, sem mér flugu í hug við fljótlegan yfirlestur. Nafn bókarinnar minnir á gróið og virðulegt fjárplógsfyrirtæki, Gunnar & Kjartan, heild- sala, smásala. Olíklega er nafnið tilviljun. Þeir kumpánar mynda að vissu leyti verzlunarfélag, þar sem fylgt er fornhelgum venjum viðskipta- lífsins: Sá klókari notar þann óreyndari til skít- verka, sem aðeins annar græðir á. í þessu til- viki er iím að ræða fjárkúgun, en — „það skipt- ir mestu máli, að maður græði á því". Vel mætti þetta vera mottó sögunnar. Vésteinn teiknar ein’falda og langdregna, ótrúlega en vafalítið dagsanna mynd af auð- stéttinni, borgarastéttinni almennt og þó eink- um og sérstaklega hinum litla, en eftir því montna, íslenzka hluta hennar. Oss smáborg- urum finn'st þetta heldur lygilegir pennadrættir, en á okkur er ekki mark takandi, eins og dæmin sanna. „Ættin", Christiansen-ættin, móðurætt Gunnars, er að mestu amórölsk, hefur að vísu í heiðri ytri siðgæðismynd, slétt og fellt yfir- borð, byggða á afskræmdu gildismati, og er tilbúin að fórna hverju sem er fyrir hana. Af- komendur Tómasar Péturssonár í Thomsens Magasíni eru hins vegar algjörlega amóralskir. Og samt er Pémr Tómasson „einn af þeim sem kunni Einar Ben. utanbókar" (bls. 94). Andrés Kristjánsson, ritstjóri, nefndi í út- varpsþætti 5.3. 1972 G. & K. og taldi hana til þeirra bóka, sem eru skrásetning atburða tíma- bilsins eftir að stríðstímabili lýkur. Honum varð að orði: „... vandræðabörnin hér eru feðurnir og mæðurnar". Ekki er þetta nákvæmt orðalag. Mestu vanddræðabörnin eru börn peninganna, þeir, sem ráðskast með aurana okkar hinna. Reyndar eru allir hér vandræðabörn. I sögunni er engin persóna sú, sem við einfaldar sálir myndum kalla jákvæðar. Það væri þá helzt Þorbjörg Arnadóttir, móðir Pémrs, amma Gunnars. En sagan Ieggur á hana þann dóm, að 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.