Það bezta - 15.01.1948, Blaðsíða 46
u
ÞAÐ BEZTA
stað. Ég get, án þess að vilja
kveða upp nokkurn dóm t þessu
máli, sagt. til dæmis, sögu ai
köttum mínum, sem voru óað-
skiljaniegir vinir —• og þó með
einni undantekningu: Sim sótti
iast veiðiskap, en Sam var rnjög
værukær og gerði ekki víðreist.
Þó virtist, þegar þeir voru þann-
ig aðskildir, eitthvert dularfullt
samband vera mílli þeirra.
Stundum, er Sim haíði verið
úti á veiðurn hálfan dag, gat
Sam allt í einu átt það til að rísa
upp af móki sínu á skrifborðinu,
sjterra eyrun og halfa undir
liatt, eins og ltann væri að
hlusta. Svo hentist hann fram að
dyrum. Þegar honum var hleypt
út, þaut hann af stað og stefndi
rakleitt þangað, sem förinni var
heitið, stundum yfir akrana og
stundum inn í skóg.
Ef ég elti hann, gat ég verið
viss uin, hvað mér gæfi að sjá:
Sim hinn veiðifúsa á heimleið
með nýveidda bráð — og Sanr
hinn værukæra, sem með ein-
hverjum tmdarlegum hætti vissi,
hvað gerzt hafði.
Ótrúl egt? Fjarstæða? Ef til
vill. En það er svo margt í til-
finninga- og sálarlífi dýranna,
sem við vitum ekkert um, að
engilrn reyndur náttúrufræðing-
ur mun nokkru sinni Ioka eyr-
um fyrir „tungumáli" liinna
„mállausu“ dýra, í livaða mynd
sem það kann að birtast.
,,M(íl er nð mæln“
Á nýársnótt vevða margir hlutir undarlegir. Það er eitt. að kýr
mtela þá niannamáli og tala sarnan. Einu sinni lá maður úti í fjósi á
nýársnótt til þess að heyra, hvað kýrnar töluðu. Hann heyrir þá, aS ein
kýrin segir:
„Mál er að ma:Ia.“
Þá segir önnur: „Maður er í fjósi.“
„Hann skulum vér œra,“ segir þriðja kýrin.
„Aður en kemur ljósið,“ segir hin fjórða.
Frá þessu gat maðurinn sagt morguninn cftir, en ekki fleiru, því kýrn-
ar höfðu ært hann. — Þjóðsögur Jóns Árnasonar.