Það bezta - 15.01.1948, Blaðsíða 11

Það bezta - 15.01.1948, Blaðsíða 11
ER HEIMASÆTAN ÁSTFANGIN ? 9 rangt í þessum efnum. Hún hafði gert ráð fyrir, að María fyndi það á sér, því að unga stúlkan hafði alltaf komið þann- ig fram, eins og henni væri það Ijóst. Móðir Maríu skrifaði henni því bréf, þar sem hún reyndi að útskýra fyrir henni, í hverju hefðbundnar siðareglur kyn- ferðismálanna væru fólgnar. Hún lýsti hinni flóknu bvgg- ingu líkamans, hvernig tilteknir staðir á líkamanum hefðu með leiðslum taugakerfisins samband við kynfærin og væru því ein- staklega næmir fyrir snertingu. „Þannig er því til að mynda farið um munninn. Og því nær sem þessir staðir eru kynfærunum, þeim mun viðkvæmari eru þeir. Þetta er ráðstöfun náttúrunnar," útskýrði hún, „og náttúran mið- ar eingöngu við æxlun mann- kynsins, án tillits til þess, hvað hentar hverjum einstaklingi. Þannig erum við sköpuð, að réttu lagi, og fyrir það þarf eng- inn að blygðast sín. Hver sem er getur, þegar svo ber undir, misst vald sitt á þessum tilfinn- ingum, já, jafnvel þeir menn og konur, sem bera af öðrum að glæsileik. Það ríður sem sé á að gæta sín fyrir hinni viðkvæmu snertingu. Þess vegna eru ástar- atlotin svo hættuleg — þau þeysa með aðilana að því marki, sem feiki örðugt er að neita sér um að fara yfir. Þeir, sem ekki eru viðbúnir að láta kylfu ráða kasti og taka væntan- legum eftirköstum léttúðarfulls daðurs, eiga að forðast að ganga til þess leiks. Ég vil ekki einungis vara þig við því, sem getur haft ísjárverð- ar líkamlegar afleiðingar og jafn- vel spillt mannorði þínu, heldur einnig minna þig á, að málið hefur aðra hlið. Þegar þú á sín- um tíma kynnist hinni einu sönnu ást, mun þáttur líkamans verða fagur og helgur í augurn þínum. Þú elskar og verður elsk- uð, og unnusti þinn lítur upp til þín og finnst þú vera hið dásam- legasta, sem nokkru sinni var skapað. Þá munuð þið bæði harma, ef þið hafið eitthvað „óhreint" á samvizkunni. Og óhrein eru öll kynferðismök, sem sprottin eru af ertingu kyn- hvatarinnar. Kynsambandið er svo ósegjan- lega miklu meira en fullnæging eirinar eðlishvatar. Það er sjálf- ur hornsteinninn að sambúð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Það bezta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.