Það bezta - 15.01.1948, Blaðsíða 22

Það bezta - 15.01.1948, Blaðsíða 22
20 ÞAÐ BEZTA Janúar fjárinn verði uppi á skápnum og góni á ykkur, þegar þið hirð- ið fenginn." ★ ÞÁ ER skær vetrarsólin skein daginn eftir á morgunverðar- borðið, hlógu þau að ótta sín- um. Og litla óhreina og skorpna apaloppan lá á glámbekk á arin- hillunni, eins og til sanninda- merkis uin það, að ekki væri mikill átrúnaður á töframátt hennar. „En sá barnaskapur að ljá slíkri hégilju eyra!“ sagði frú White. „Svona óskir rætast aldrei nú orðið!“ „Morris sagði, að það, sem kæmi fram, gerðist með svo eðli- legum hætti, að rnanni fyndist það vera eins og hreinasta til- viljun.“ „Eyðið þið samt ekki öllum peningunum, áður en ég kem til baka,“ sagði Herbert, um leið og hann stóð upp frá borðinu. Móðir lrans fylgdi honum til dyra og horfði á eftir honum, þar sem hann gekk til vinnu sinnar. En seinna um daginn — þau sátu þá að miðiegisverði — beindist atliygii liennar að manni, sem hegðaði sér dálítið undarlega á veginum fyrir fram- an húsið. Hann stóð og hoifði tvílráður á það ogvirtist eiga erf- itt með að ákveða, hvort hann ætti að ganga inn um garðshlið- ið eða ekki. Hugsuninni urn tvc» hundruð pundin skaut upp í huga hennar, þegar hún sá, að maðurinn var vel búinn og með spánnýjan, gljáandi pípuhatt. Þrisvar stanzaði hann við hliðið og hélt síðan áfram fram hjá því. 1 fjórða sinnið greip hann loks um handfangið, hratt upp hlið- grindinni, og gekk upp stxginn. Það var eins og ókunna manninum líði illa. Iiann skim- aði flóttalega í kringum sig í stofunni. „Eg — ég var sendur hingað,“ sagði hann Ioksins, en þagnaði og beygði sig til þess að fjar- lægja þráðarspotta a£ buxna- skálminni sinni. „Ég kent frá Maw & Meggins.“ Gamla konan hrökk við. „Hefur nokkuð komið fyrir?“ spurði hún með öndina í háls- inum. „Hefur nokkuð komið fyrir Iíerbert?" Ókunni maðurinn kinkaði kolli til samþykkis. „Mikið særð- ur,“ sagði hann lágum rómí. „Hann festist í vélunum.11 Hann hóstaði og gekk hægt út að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Það bezta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.