Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 7

Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 7
1954 fremsta megni, en fötin gátu þó á engan hátt hulið ávalar boglínur og önnur kvenleg ein- kenni líkama hennar. Enginn hattur megnaði heldur að hylja hið mikla, rauða hár hennar. Bæði hávaxni maðurinn, mynd- arlegi og unga stúlkan, fagra gengu hægt og seinlega til móts við komumenn. „Ég tók þessa þrjá menn til fanga, er þá bar hér upp að ströndinni í seglbáti," sagði for- ingi handtökumanna, „og kom svo með þá beina leið til yðar, Brasiliano kafteinn.“ Hinn lágvaxni heimamaður, sem eftir þessu hlaut að vera Brasiliano kafteinn, gekk fast að Hawke og spurði all-hryss- ingslega: „Hverjir eruð þið, og hvernig stendur á ferðum ykk- ar?“ „Við erum liðhlaupar af brezka kaupfarinu „Monsoon,“ sem er eign Austur-Indverska skipafélagsins. Nafn mitt er Brian Hawke, yðar auðmjúkur þjónn, ungfrú,“ svaraði Hawke og hneigði sig virðulega fyrir ungu stúlkunni, en auðséð var að Brasiliano mislíkaði stórum. „Og þessir félagar mínir eru Jones bátsmaður og Harris skotliði.“ „Einmitt það, svo að þið eruð ------------------ Bergmál flóttamenn, eða hvað?“ sagði Brasiliano hvasst. „Leyfist mér að spyrja hvaða erindi þið eigið hingað?“ „Hvaða erindi?“ endurtók Hawke með undrunarsvip. „Auðvitað það eitt, að gerast sjóræningjar. Brasiliano var auðsjáanlega nokkuð tortrygginn. „Þér eruð liðsforingi í brezka sjóhernum, ekki satt?“ spurði hann og vott- aði fyrir andúð í raddblæ hans. Hawke svaraði þótta hans og stærilæti á þann hátt, að hann sneri sér snögglega, en þó hæ- versklega að ungu stúlkunni og sagði: „Ég treysti yður til að virða til betri vegar bæði klæða- burð okkar og útlit, er þér tak- ið tillit til þess, að við höfum orðið að velkjast á hafi úti í heila viku í opnum báti. Á dauða mínum átti ég von frem- ur en því að hitta fagra konu, sem yður, hér á þessum slóðum, og hefði ég vissulega haft með mér þjón, ef ég hefði séð það fyrir.“ Fyrst í stað virtist svo, sem unga stúlkan myndi fyrtast við. En brátt létti yfir svip hennar og hló góðlátlega við honum. „Ég er sjálf ekki beinlínis klædd sem hefðarfrú í samneyti heldri manna,“ 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.