Bergmál - 05.01.1954, Síða 8

Bergmál - 05.01.1954, Síða 8
B E R G M Á L-------------------- Brasiliano gekk reigingslega á milli þeirra, greip hörkulega með annarri hendi um handlegg Hawkes og svipti honum til, svo að þeir stæðu augliti til auglit- is. „Fjandinn hirði fjas yðar!“ sagði hann hátt og reiðilega. „Ég spurði, hvort þér væruð liðsforingi?" Hawke virti hann gaumgæfi- lega fyrir sér, frá hvirfli til ilja. „Svarið við þeirri spurningu ætti að vera öllum ljósót, — jafnvel yður,“ svaraði hann að lokum kuldalega. Sjóræninginn varð sótrauður í andliti, er reiðin blossaði upp í honum við þetta svar, þrung- ið megnri fyrirlitningu. Jones sá, að hér horfði til vandræða og flýtti sér nú að taka til máls til þess að reyna að fyrirbyggj a frekari væringar. „Hann var liðsforingi, herra minn — áður en þeir tóku hann og dæmdu hann til að þola tutt- ugu högg með hnútasvipunni, herra minn.“ „Já, þetta er rétt,“ greip Harr- is fram i. „Hann lenti í vand- ræðum í sambandi við einn far- þega.“ Unga stúlkan brosti íbyggin og spurði kesknislega. „A-ha. Hann lenti í deilu við einn far- _____________________ J A N Ú A R þega, — Það hefir þó líklega ekki verið kona?“ Enginn þeirra svaraði þessari keskni, en Jones hélt áfram máli sínu og bar hratt á. „Við hinir, félagi minn hér og ég, við vorum hlekkjaðir neðan þilja fyrir að stela rommi. Og þar undir þiljum komumst við í ná- in kynni við Hawke, eftir að hann hafði verið húðstrýktur.11 Brasiliano greip fram í, allt annað en blíðmáll: „Farið með þá í fangaklefana,“ skipaði hann mönnum sínum, „og farið síðan með þá síðar í kvöld til strand- kafteinanna.11 Hawke setti upp undrunar- svip. „Hvaða erindi eigum við til þessara strand-kafteina?“ spurði hann. Unga stúlkan varð fyrir svör- um. Með dulræðu brosi gaf hún skýringu: „O, — erindið er ekki stórt — þeir eiga aðeins að segja til um það, hvort þið verðið gerðir að sjóræningjum, eða hvort þið verðið hálshöggnir,“ um leið og hún sagði þetta dró hún reið- svipu sína léttilega yfir háls hans. Hawke glotti. „Ef að líkur eru til þess, ungfrú, þá myndi ég óska eftir því að háls minn yrði rakaður fyrst.“ 6

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.