Bergmál - 05.01.1954, Page 9

Bergmál - 05.01.1954, Page 9
1954 Aðdáunar-bjarma brá fyrir í augum ungu stúlkunnar, enda þótt hún reyndi að láta ekki á því bera. „Svo skal verða sem þér óskið,“ sagði hún. Mennirnir þrír voru nú færð- ir á brott, og stuttu síðar sendi unga stúlkan rakara til þeirra, eins og hún hafði lofað. Þetta var holdgrannur og væskilsleg- ur maður og á meðan hann beitti rakhníf sínum fimlega á vanga og háls, komst Hawke að því,. sér til lítillar uppörvunar, að rakarinn var jafnframt böð- ull hjá sjóræningjunum. Hann gaf Hawke nákvæma lýsingu af hinu ógeðfellda böð- ulsstarfi sínu. „Ég hengi menn fyrir glæpi, sem framdir eru á skipsfjöl, sker á háls þá sem gerzt hafa nærgöngulir við kvenfólk, eða dregið sér ólöglega af herfeng.“ „En auðvitað,“ hélt hann á- fram, „þarf ég ekkert að skipta mér af njósnurum, þeir lenda allir á fjörustólpunum. En það eru stólpar, sem reistir eru við sjávarmál á háfjöru. Og við þessa stólpa eru njósnararnir bundnir, svo að krabbarnir geti fengið sér gómsæta bita á með- an flæðir að, og þangað til há- flæði er komið og drekkir mönn- unum. Ég hef séð krabba hér, ------------------ Bergmál sem eru á stærð við kókoshnet- ur.“ Hann hló ánægjulega er hann minntist aðfara krabbanna við slíkar aðstæður. En svo fór rakarinn að ræða um önnur efni. „En auðvitað geðjast mér langbezt að rakara- iðninni,“ hélt hann áfram. „Þá er ég á minni réttu hillu. Ég var líka mjög þakklátur við ung- frú Spitfire Stevens fyrir að senda mig til ykkar í þessum erindum.“ „Sögðuð þér — Spitfire?" spurði Hawke og brosti. „Engin kona er kölluð — hin eldspýj- andi — að ástæðulausu.11 Rakarinn hló drýgindalega. „Þér munduð vita um ástæð- una, herra minn, ef þér reynduð að kankast til við hana.“ Hawke leit niður á fjötraðar hendur sínar. „Það eru ekki miklar líkur til að ég geti það,“ sagði hann gremjulega. „En víst væri það gaman, rakari. — Yeru- lega gaman.“ Þessi síðustu orð Hawkes bár- ust til eyrna ungfrú Stevens, því að hún hafði slangrað í átt- ina til þeirra án þess þeir veittu henni athygli. Hún virti andlit hans fyrir sér, eins og hún væri að skoða höggmynd. Strauk höndinni því næst um höku hans og veitti rakaranum viðurkenn- 7

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.