Bergmál - 05.01.1954, Page 12
„Það bíða vor örlög, sem óráðnar gátur,“ segja sumir,
en aðrir laga örlögin í hendi sér, og Gabriel var ein-
mitt einn þeirra, sem ekki láta sér allt fyrir brjósti
brenna.
HARÐNESKJUKARL
Saga eftir David Walker
Gabriel dró fljótabátinn sinn á
þurrt. Það var ennþá hljómur
fyrir eyrum hans eftir mótor-
skellina og kannski þó mest
vegna þess, að honum hafði ekki
komið dúr á auga síðastliðna
þrjá sólarhringa. Hann hafði
hraðað för sinni hingað, sem
mest hann mátti, en nú, er hann
var kominn á ákvörðunarstað,
virtist hann ekki vera neitt að
flýta sér. Hann stóð á fljóts-
bakkanum. Nú myndi hann sjá
fólk á ný og tala við fólk, segja
því allt, sem á dagana hefði
réttar tvö hundruð krónur fram úr
áætlun. Varð því fjögur hundruð
krónu tap á skemmtuninni. Hve
margir voru félagsmenn?
Sendið lausnir á verðlaunaheila-
heilabrotinu til Bergmálsútgáfunnar
fyrir 25. janúar n.k.
Verðlaun: Ársáskrift Bergmáls.
drifið — og hann myndi hitta
Mörtu. — Mörtu. —
Einn ellihrumur Indíáni sat á
bakkanum fyrir ofan hann og
starði út á fljótið. Hann leit ekki
á Gabriel. Þeir voru þarna að-
eins tveir, gamli Indíáninn og
Gabriel, klukkan átta, á fögr-
um sumarmorgni. Allt var kyrrt
og hljótt, jafnvel moskitóflug-
urnar héldu kyrru fyrir. Aðeins
gamli Indíáninn, Gabriel og
fljótið, það var allt.
Hann rakaði sig og þvoði sér
því næst úr brúnleitu vatninu,
klæddist hreinni skyrtu, drakk
síðustu dreggjarnar af teinu
sínu, gleypti í sig nokkra munn-
bita af kjöti, greiddi svarta hár-
lubbann, tók upp dálítinn bögg-
ul og breiddi yfir dótið, sem eft-
ir var í bátnum og lagði af stað
upp brattann með böggulinn
sinn á bakinu. Sennilega hefir
10