Bergmál - 05.01.1954, Page 13

Bergmál - 05.01.1954, Page 13
1954 klukkan verið farin að halla í níu. Gatan var hál af regnvatni, varðhundarnir lágu sneypuleg- ir fram á lappir sínar, fólk var ekki komið á fætur. „Sæli-nú,“ kallaði hann til gamla Indíánans. Gamli Indíáninn rumdi, lyfti vinstri hönd og horfði á fljótið. Er Gabriel hafði klifið upp brattann, varð Brand liðþjálfi fyrstur manna á vegi hans. Hann varð glaður við að siá Brand. Síðastliðið ár var gleymt. „Sæll, liðþjálfi,“ sagði hann og brosti. „Sæll, Gabriel,“ sagði Brand liðþjálfi. Hann var hár maður. Hann brosti svolítið. „Hvenær komst þú?“ „Ég var að koma. Var þrjá sólarhringa á leiðinni. Vildi ná hingað fyrir páska. Skildi hund- ana mína eftir hjá Bob Starkey. Hvað er að frétta héðan? — Hvernig hefir konan yðar það?“ „Hún hefir það ágætt, þakka þér fyrir,“ sagði liðþjálfinn. „Gekk þér sæmilega?“ hann kinkaði kolli í áttina að loð- skinnabögglinum. „Já, mjög sæmilega. Skinn af bjórum og fáeinum mörðum. Bob sagði mér, að þeir gæfu sextíu fyrir mörðinn úti í Green --------------------- Bergmál Mountain. Það er ágætt verð. Og ég fékk ...“ „Þeir gefa ekki sextíu hér. Tuttugu væri nær lagi.“ Liðþjálfinn kinkaði kolli til Gabriels í kveðjuskyni og gekk áfram, en kallaði svo til hans yfir öxl sér: „Hve lengi hefir þú í hyggju að dvelja hér núna, Gabriel?“ Gabriel yppti öxlum. „Ég veit ekki, eina til tvær vikur að lík- indum. Ég þarf að safna vistum og útbúnaði. Hefi heldur ekkert á móti því að sjá fólk, eftir heilt ár þarna útfrá. Það vill verða einmanalegt á stundum." „Ég trúi,“ sagði liðþjálfinn og horfði á Gabriel. Hann var harð- ur í horn að taka, en góður mað- ur. „Reyndu að sneyða hjá vandræðum í þetta sinn, Gabri- el,“ liðþjálfinn gekk á brott. Á eftir var Gabriel svolítið hryggur yfir marðar-verðinu og líka því, sem liðþjálfinn hafði sagt um vandræði, en það stóð ekki lengi. Hann var glaður og hamingjusamur yfir því að vera kominn meðal manna á ný. Sjá andlit og heyra raddir. Hann hafði ekki séð annað en andlit dýra og aðeins heyrt raddir dýra, og hann hafði frá svo mörgu að segja og þurfti að — 11

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.