Bergmál - 05.01.1954, Page 15

Bergmál - 05.01.1954, Page 15
1 9 54 ----------------------- líka, dreymandi eins og kona, sem veit hún er aðlaðandi í aug- um karlmannanna. Glettni skein úr augum hennar. „Hefirðu verið góð?“ spurði Gabriel. Þetta átti að vera grín. En þó átti það jafnframt að minna hana á, að hann hafði kysst hana í fyrra-sumar eftir dansleikinn, áður en hann lenti í vandræðunum, og að hann langaði til þess hverja stund að kyssa hana á ný, alltaf. Svipur hennar varð dapur- legur og andagtugur. — Ein- hverntíman myndi þetta fagra andlit tilheyra einhverjum karl- manni. „Já, Gabriel." Hún brosti á ný. „En þú? Lentir þú í nokkr- um vandræðum?“ „Nei,“ sagði hann. Hún vissi, að hann hefði ekki getað lent í slag. Hvernig hefði slíkt mátt verða? „Er dansleikur í kvöld?“ „Já,“ hinar holdgu varir Mörtu opnuðust og lokuðust og opnuðust á ný. „Ég verð að fara. Bless á meðan, Gabriel.“ Hann horfði á eftir henni, hvert svo sem hún var nú að fara. Hún var fögur kona, sem hlaut að elska og verða elskuð. Svo fór Gabriel í búðina. Lít- il bjalla yfir dyrunum hringdi ------------------ Bergmál um leið og hann gekk inn. All- ar hillur voru fullar af varn- ingi, svo að vöruflutningaskip- ið hlaut að hafa verið á ferðinni nýskeð með ársbirgðirnar, það var heppilegt fyrir Gabriel. Hann litaðist um og sá þarna skyrtur, net, veiðigildrur, öngla, tóbak, kornvörur og skotfæri — allt, sem hann þarfnaðist. Hann hafði komið á réttu augnabliki. Kaupmaðurinn, herra John- son var með silfur- og pappírs- peninga fyrir framan sig. Hann var að telja peningana og skrifa í stóra bók. Það hét víst kladdi, eða eitthvað þvílíkt. „Sæli-nú, herra Johnson,“ sagði Gabriel, þegar kaupmað- urinn hætti andartak að telja og skrifa. Herra Johnson leit upp. Það var í annað skipti, sem hann leit á Gabriel síðan hann kom inn. „Nú, það ert þú,“ sagði hann. „Hvenær komstu?“ — Hann sagði ekki „Sæli-nú, Gabriel,“ eða neitt slíkt vingjarnlegt. „Ég kom í morgun,“ svaraði Gabriel. „Hvað er í fréttum, herra Johnson?“ „O — ekkert sérstakt,“ sagði kaupmaðurinn. „Hvernig hefir þér gengið?“ bætti hann við og fór aftur að rýna í stóru bókina. „Vel,“ svaraði Gabriel. „Ég er 13

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.